Ef í vöruhúsinu er meira en ein birgðageymsla er hægt að færa vörur milli birgðageymslna.

Til að færa vörur frá einni birgðageymslu til annarrar verður að búa til millifærslupöntun.

Áður en hægt er að búa til pöntun verður að setja upp birgðageymslu millfærslunnar og flutningsleið.

Millifærslupöntun

Millifærslupöntun er mjög lík sölupöntun eða innkaupapöntun. Millifærslupöntun er hægt að búa til þaðan sem millifært er frá eða þaðan sem millifært er til. Millifærslupöntunin inniheldur upplýsingar um staðinn sem millifæra á til og frá og um dagsetningarnar sem tengjast sendingu og móttöku pöntunarinnar. Á millifærslupöntuninni verður líka að úthluta millifærslukóta sem gildir meðan verið er að senda vörurnar.

Millifærslukóti

Millifærslukóti er tímabundinn staðsetning sem búin er til eingöngu fyrir vörur sem verið er að færa. Þegar pöntunin er send frá flutt-frá staðnum úthlutar forritið vörunum millifærslukóta. Þegar pöntunin berst þangað sem millifæra á til færir forritið vörurnar þangað úr millifærslukótanum.

Millifærsluleiðir

Hægt er að setja upp flutningsleiðir milli staða. Með þessu er hægt að úthluta sjálfgefnum millifærslukóta, flutningsaðilakóta og flutningsþjónustukóta. Þegar þessu er lokið notar forritið upplýsingarnar til að reikna út móttökudagssetninguna.

Sjá einnig