Tilgreinir færslubókarsniðmát sem hefur verið sett upp. Ef þörf er á að búa til ný er það gert hér.

Sniðmát færslubóka gera kleift að vinna í færslubókarglugga sem er hannaður sérstaklega. Þá eru nákvæmlega þeir gluggar í hverju bókarsniðmáti sem þörf er á í tilteknum hluta kerfisins. Ekki þarf, til dæmis, að nota sömu reitina við bókun sölureiknings og greiðslu.

Einnig má velja tiltekna prófunarskýrslu og bókunarskýrslu og prenta með aðgerðunum Bóka og Prenta og Prófunarskýrsla í bókarsniðmáti.

Með því að nota skrána Upprunakóti er hægt að setja kóta inn í bókasniðmátið sem afritast á allar færslubókarlínur sem búnar eru til í bókarsniðmátinu. Kótinn afritast einnig á færslurnar þegar þær eru bókaðar. Þannig má alltaf sjá hvaðan færslur eru bókaðar.

Ef stofna á bókarsniðmát skal velja Sýsl, Bæta við nýju á valrein og fylla síðan út reiti í töflunni.

Nokkur stöðluð sniðmát færslubóka eru sett upp í kerfishlutunum Fjárhagur, Sala og útistandandi, Innkaup og Eignir í aðalvalmyndinni. Þær ná til algengustu aðgerða sem notaðar eru í kerfinu og í öllum þessum bókarsniðmátum er hægt að bóka færslur á fjárhags-, viðskiptamanna-, lánardrottna- og eignareikninga. (Þessi stöðluðu bókarsniðmát koma ekki fram í töflunni Sniðmát færslubókar fyrr en færslubækurnar sjálfar hafa verið opnaðar.)

Í kerfishlutanum Fjárhagur er valkosturinn Færslubækur.

Í kerfishlutanum Sala eru tvær færslubækur: Sölubækur og Inngreiðslubækur. Þær eru sérstaklega gerðar til þess að útbúa sölureikninga og skrá greiðslur frá viðskiptamönnum. (Ef veittur er aðgangur að söluskjölum, svo sem reikningum, eru þessir möguleikar yfirleitt notaðir í stað sölubóka.)

Í kerfishlutanum Innkaup eru tvær færslubækur: Innkaupabækur og Útgreiðslubækur. Þær hafa að geyma reiti og aðgerðir sem eru nauðsynlegir við gerð innkaupareikninga og skráningu greiðslna til lánardrottna. (Ef veittur er aðgangur að innkaupaskjölum, svo sem reikningum, eru þessir möguleikar yfirleitt notaðir í stað innkaupabóka.)

Í kerfishlutanum Eignir eru nokkrar færslubókartegundir. Eignafjárhagsbókin er færslubók sem er samtengd fjárhagnum. Hún er til þess gerð að bóka eignafærslur á borð við kaup og afskriftir.

Í hverjum þessara kerfishluta fyrir sig má einnig finna ítrekunarfærslubók þegar farið er í Tímabilsaðgerðir. Í þessum tiltekna glugga er hægt að skilgreina ítrekunartíðni og aðrar stillingar og ráðstafa upphæðum með því að nota töfluna Úthlutun . Þegar ítrekunarbók er notuð er hægt að bóka sömu upplýsingarnar eins oft og óskað er en þær eru aðeins skráðar einu sinni. Þegar á að bóka upplýsingar oftar en einu sinni þarf aðeins að smella á Bóka.

Hægt er að búa til margar bókarkeyrslur í hverju bókasniðmáti. Í sama glugga geta þá birst nokkrar færslubækur, hver með sínu heiti. Þetta getur komið sér vel, til dæmis ef allir notendur þurfa að hafa eigin færslubók.

Sjá einnig