Hugsanlega þarf að slétta upphæðir reikninga þegar reikningar eru stofnaðir. Staðbundnar reglugerðir eða venjur gætu krafist ákveðinnar aðferðar við sléttun reikningsins, til dæmis að upphæð sem deila má í með 0,05.
Sjálfvirkur sléttunareiginleiki reiknings getur séð um þetta. Þegar reikningur er sléttaður er bætt við aukalínu með sléttunarupphæðinni og þessi lína er bókuð með hinum reikningslínunum.
Til að nota sjálvirka sléttun reiknings þarf að:
-
Tilgreina fjárhagsreikningana sem bóka á sléttunarmun í.
-
Setja upp reglur fyrir sléttun reikninga í staðbundnum gjaldmiðli og erlendum gjaldmiðli.
-
Virkja eiginleikann.
Til athugunar |
---|
Auk jöfnunareiginleika reiknings má slétta upphæðir reikninga með eiginleikunum sléttun einingaupphæða og sléttun upphæða. Frekari upplýsingar eru í Uppsetning gjaldmiðla. |
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Setja upp fjárhagsreikningana sem sléttunarmunur reikninga verður bókaður í. | Hvernig á að setja upp fjárhagsreikninga fyrir sléttunarmismun reikninga |
Setja upp sléttunarreglur svo þær noti sjálfvirka sléttunareiginleikann fyrir reikninga í staðbundnum gjaldmiðli. | |
Setja upp sléttunarreglur svo þær noti sjálfvirka sléttunareiginleikann fyrir reikninga í erlendum gjaldmiðli. | Hvernig á að setja upp sléttunarreglur fyrir erlendan gjaldmiðil |
Virkja sléttunareiginleika reikninga svo að sölu- og innkaupareikningar séu sléttaðir sjálfvirkt. |