Hægt er að breyta genginu í færslubókarlínu sem fyrir er eða í sölu- og innkaupaskjölum (standandi pöntunum, pöntunum, reikningum og kreditreikningum) fyrir bókun. Áður en hægt er að breyta gengi þarf að setja upp gjaldmiðilskóta og gengi gjaldmiðils.

Gengi breytt við bókun:

  1. Farið er í fylgiskjalið eða færslubókina sem á að bóka og nauðsynlegir reitir fylltir út.

  2. Til að skoða valkostina skal velja reitinn Gjaldmiðilskóði í viðeigandi færslubókarlínu eða sölu- eða innkaupaskjali.

  3. Breyta skal upphæðinni í annaðhvort reitnum Gengisupphæð eða Upphæð viðmiðunargengis. Hvernig hægt er að breyta genginu fyrir hvern gjaldmiðil er skilgreint með valkostinum sem valinn var í reitnum Festa gengisupphæð í glugganum Gengi gjaldmiðils. Til að fá hjálp við tiltekinn reit er hann valinn og stutt á F1.

  4. Velja hnappinn Í lagi í glugganum Breyta gengi. Forritið endurreiknar gengið og upphæðina í SGM fyrir tilgreint sölu-, innkaupaskjal eða færslubókarlínu.

Þegar bókað er umreiknast upphæðirnar í SGM út frá nýju gengi.

Ábending

Sjá einnig