Fylgið eftirfarandi skrefum til að setja upp annan skýrslugjaldmiðil:
-
Tilgreinið fjárhagsreikninga fyrir leiðréttingu á gengi bókana
-
Tilgreinið aðferð gengisleiðréttingar fyrir alla fjárhagsreikninga.
-
Tilgreinið aðferð fyrir gengisleiðréttingu í VSK-færslum
-
Virkja annan skýrslugjaldmiðil
Tilgreinið fjárhagsreikninga fyrir leiðréttingu á gengi bókana
Í reitnum Leita skal færa inn Gjaldmiðlar og velja síðan viðkomandi tengi.
Í glugganum Gjaldmiðlar skal tilgreina eftirfarandi reiti fyrir annan skýrslugjaldmiðil.
Reitur Lýsing Reikningur orðins fjárh.hagn.
Fjárhagsreikningurinn sem gengishagnaður bókast í vegna leiðréttingar á milli SGM og annars skýrslugjaldmiðils verður bókaður.
Reikningur orðins fjárh.taps
Fjárhagsreikningurinn sem gengistap bókast í vegna leiðréttingar á milli SGM og annars skýrslugjaldmiðils verður bókaður.
Afgangsreikningur hagnaðar
Fjárhagsreikningurinn sem kerfið bókar afgangsupphæðir sem eru hagnaður í ef bókað er í kerfishlutann Fjárhagur, í bæði SGM og öðrum skýrslugjaldmiðli.
Afgangsreikningur taps
Fjárhagsreikningurinn sem kerfið bókar afgangsupphæðir sem eru tap í ef bókað er í kerfishlutann Fjárhagur, í bæði SGM og öðrum skýrslugjaldmiðli.
Til athugunar |
---|
Afgangsupphæðir geta komið fram þegar Microsoft Dynamics NAV sléttar debet- og kreditupphæðir sem hafa verið umreiknaðar úr SGM í annað skýrslugengi. |
Það verður að tilgreina hvernig á að leiðrétta upphæðir í fjárhag fyrir gengissveiflur milli SGM og hins skýrslugjaldmiðilsins fyrir hvern fjárhagsreikning.
Til að tilgreina aðferð gengisleiðréttingar fyrir alla fjárhagsreikninga
Í reitinn Leita skal færa inn Bókhaldslykill og velja síðan viðkomandi tengi.
Í glugganum Bókhaldslykill veljið viðeigandi reikning.
Á flipanum Heim, í flokknum Stjórna, skal velja Breyta til að opna gluggann Fjárhagsspjald.
Á flýtiflipanum Skýrslur skal velja rétta aðferð í reitnum Gengisleiðrétting.
Ef bókað er í öðrum skýrslugjaldmiðli er tilgreint hvernig fjárhagsreikningar verða leiðréttir með tilliti til gengissveiflna milli SGM og annars skýrslugjaldmiðils í reitnum Gengisleiðrétting.
Eftirfarandi tafla sýnir valkostina sem hægt er að velja á milli.
Valkostur Lýsing Engin leiðrétting
Engin gengisleiðrétting er gerð í fjárhagsreikningnum. Þetta er sjálfgefni valkosturinn.
Mikilvægt Valkosturinn ætti að vera valinn ef gengið milli SGM og aukalega skýrslugjaldmiðilsins er alltaf fast. Leiðrétta upphæð
SGM-upphæðin er leiðrétt samkvæmt öllum gengishagnaði eða tapi. Gengishagnaður eða gengistap er bókað á fjárhagsreikninginn í reitinn Upphæð og á þá reikninga sem voru tilgreindir fyrir hagnað eða tap í reitunum Reikningur orðins fjárh. hagnaðar og Reikningur orðins fjárh. taps í glugganum Gjaldmiðlar.
Leiðrétta upphæð annars gjaldmiðils
Annar skýrslugjaldmiðill er leiðréttur samkvæmt öllum gengishagnaði eða tapi. Gengishagnaður eða gengistap er bókað á fjárhagsreikninginn í reitinn Upphæð annars gjaldmiðils og á þá reikninga sem voru tilgreindir fyrir hagnað eða tap í reitunum Reikningur orðins fjárh. hagnaðar og Reikningur orðins fjárh. taps í glugganum Gjaldmiðlar.
Gengishagnaður og gengistap er fyrst bókað þegar keyrslan Leiðrétta gengi er keyrð. Leiðréttingargengið er auðkennt í glugganum Gengi gjaldmiðils og ber það saman við upphæðina í reitunum Upphæð og Upphæð annars gjaldmiðils í fjárhagsfærslunni til að ákvarða hvort um gengishagnað eða gengistap sé að ræða. Keyrslan notar valkostinn sem var valinn í reitnum Gengisleiðrétting til að ákvarða hvort eigi að reikna og bóka gengishagnað eða -tap fyrir fjárhagsreikninga.
Glugganum Fjárhagsspjald lokað.
Tilgreina aðferð fyrir gengisleiðréttingu í VSK-færslum
Í reitinn Leita skal færa inn Fjárhagsgrunnur og velja síðan viðkomandi tengi.
Í glugganum Fjárhagsgrunnur á flýtiflipanum Skýrslur veljið viðeigandi aðferð í reitnum VSK-gengisleiðrétting.
Ef bókað er í öðrum skýrslugjaldmiðli má tilgreina í reitnum VSK-gengisleiðrétting hvernig þeir reikningar sem stofnaðir voru fyrir bókun VSK í glugganum VSK-bókunargrunnur eru leiðréttir fyrir gengissveiflur milli SGM og annars skýrslugjaldmiðils.
Þegar keyrslan Leiðrétta gengi er keyrð er leiðréttingargengið fundið í glugganum Gengi gjaldmiðils og upphæðirnar í reitunum Upphæð og Upphæð annars gjaldmiðils í VSK-færslunni bornar saman til að ákvarða hvort um gengishagnað eða gengistap sé að ræða. Keyrslan notar kostinn sem valinn var í þessum reit til að ákvarða hvernig eigi að bóka gengishagnað eða -tap vegna VSK-reikninga.
Sömu valkostir og í fjárhagsfærslum eru í boði en í þessu tilfelli eru færslurnar sem eru leiðréttar VSK-færslur.
Valkostur Lýsing Engin leiðrétting
Engin gengisleiðrétting er gerð í fjárhagsreikningnum. Þetta er sjálfgefni valkosturinn.
Leiðrétta upphæð
SGM-upphæðin er leiðrétt samkvæmt öllum gengishagnaði eða tapi. Gengishagnaður eða gengistap er bókað á fjárhagsreikninginn í reitinn Upphæð og á þá reikninga sem voru tilgreindir fyrir hagnað eða tap í reitunum Reikningur orðins fjárh. hagnaðar og Reikningur orðins fjárh. taps í glugganum Gjaldmiðlar.
Leiðrétta upphæð annars gjaldmiðils
Annar skýrslugjaldmiðill er leiðréttur samkvæmt öllum gengishagnaði eða tapi. Gengishagnaður eða gengistap er bókað á fjárhagsreikninginn í reitinn Upphæð annars gjaldmiðils og á þá reikninga sem voru tilgreindir fyrir hagnað eða tap í reitunum Reikningur orðins fjárh. hagnaðar og Reikningur orðins fjárh. taps í glugganum Gjaldmiðlar.
Virkja annan skýrslugjaldmiðil
Í reitinn Leita skal færa inn Fjárhagsgrunnur og velja síðan viðkomandi tengi.
Í glugganum Fjárhagsgrunnur á flýtiflipanum Skýrslur veljið reitinn Annar skýrslugjaldmiðill til að velja annan gjaldmiðil sem óskað er eftir.
Þegar farið er úr reitnum Microsoft Dynamics NAV birtast staðfestingarskilaboð sem lýsa því hvað gerist þegar annar skýrslugjaldmiðill er virkjaður.
Velja hnappinn Já til að staðfesta að virkja eigi gjaldmiðilinn.
Runuvinnsla Leiðrétta annan skýrslugjaldm. opnar. Keyrslan umreiknar upphæðir í sgm sem eru í gildandi færslum yfir í annan skýrslugjaldmiðil. Keyrslan notar sjálfgefið gengi sem er afritað úr því gengi sem er gilt á vinnudagsetningunni í glugganum Gengi gjaldmiðils. Afgangsupphæðir sem koma upp í umreikningi á SGM yfir í aukalega skýrslugjaldmiðilinn eru bókaðar í reikninga fjárhagslegs hagnaðar eða fjárhagslegs taps, sem tilgreindir eru í glugganum Gjaldmiðlar. Bókunardagsetningin og skjalanúmer þessara færslna eru þau sömu og í upphaflegu fjárhagsfærslunni. Eftir að allar afgangsfærslurnar hafa verið bókaðar bókar keyrslan sléttufærslu á lokadagsetningu hvers lokaðs árs í reikning óráðstafaðs eigin fjár. Það tryggir að lokastaða tekjureiknings hvers lokaðs árs sé 0 í bæði SGM og öðrum skýrslugjaldmiðli.
Veldu hnappinn Í lagi til að ræsa keyrsluna.
Eftir keyrsluna verða upphæðir í eftirfarandi færslum sem fyrir eru færðar bæði í SGM og öðrum skýrslugjaldmiðli:
-
Fjárhagsfærslur
-
Birgðajöfnunarfærslur
-
VSK-færslur...
-
Verkfærslur
-
Virðisfærslur
-
Framleiðslupantanalínur
-
Höfuðbókafærslur framl.
Einnig eru allar síðari færslur af sömu gerð skráðar bæði í SGM og öðrum skýrslugjaldmiðli.
-
Fjárhagsfærslur
Til athugunar |
---|
Reiturinn Annar skýrslugjaldmiðill verður aðeins virkur eftir að valinn hefur verið hnappurinn Í lagi í Leiðrétta annan skýrslugjaldm. runuvinnslunni. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |