Skilgreina þarf ólíka verð- og greiðsluskilmála sem gilda þegar ólíkum viðskiptamönnum er selt þannig að umsamin gildi og reglur séu notuð í söluskjölum sem stofnuð eru fyrir viðskiptamann.

Margar leiðir eru til að endurspegla umsaminn afslátt sem mun eiga við þegar vörur eru seldar mismunandi viðskiptamönnum. Einfaldasta gerð afsláttar er hreinn og klár hundraðshlutfalls afsláttur sem er veittur þegar upphæðin í öllum línum í söluskjali fer fram yfir ákveðið lágmark. Þetta er kallað reikningsafsláttur viðskiptamanns. Einnig er til afsláttur á sölulínur. Þessi gerð afsláttar er ítarlegri að því leiti að afsláttarprósenta er reiknuð af hverri sölulínu í skjali ef línan stenst ákveðnar kröfur innan ákveðinnar samsetningar á vöru, viðskiptamanni, lágmarksmagni, mælieiningu og upphafs-/lokadagsetningu.

Fyrir utan sjálfgefið söluverð sem er reiknað með því að margfalda einingarverð vörunnar með magni pöntunarinnar er annað söluverð veitt á sama hátt og línuafsláttur á sölu ef samsetning á viðskiptamanni, vöru, lágmarksmagni, mælieiningu og upphafs-/lokadagsetningar eru stilltar sem skilyrði fyrir ákveðið söluverð.

Ef gerð er krafa um fyrirframgreiðslu frá viðskiptamönnum þegar ákveðin skilyrði í sölulínu eru uppfyllt þá má stilla hverja samsetningu vöru og viðskiptamanns þannig að reglan gildi sjálfkrafa þegar söluskjölin eru búin til.

Af því að afsláttarprósenta á sölulínur, söluverð og fyrirframgreiðslu byggir á samsetningu vöru og viðskiptamanns þá má einnig framkvæma þessa grunnstillingu í birgðaspjaldi vörunnar þar sem reglurnar og gildin eiga við.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Færa inn grunnafslátt reiknings sem veittur er sem sjálfkrafa prósentuafsláttur þegar upphæð pöntunar viðskiptamanns fer upp fyrir ákveðna lágmarksupphæð.

Afsláttarkóðar sölureikninga settir upp og þeim úthlutað

Setja skilyrði, t.d. vöru og magn, sem uppfylla þarf áður en annað söluverð er kallað fram sjálfkrafa í sölulínu.

Hvernig á að stofna Söluverð viðskiptamann

Setja skilyrði, t.d. vöru og magn, sem uppfylla þarf áður en línuafsláttur sölu er kallaður fram sjálfkrafa í sölulínu.

Hvernig á að stofna Sölulínuafslátt fyrir viðskiptamann

Setja skilyrði, t.d. vöru og upphafsdagsetning, sem uppfylla þarf áður en beðið er um að viðskiptamaðurinn fyrirframgreiði ákveðið hlutfall af upphæð pöntunarinnar.

Hvernig á að skilgreina fyrirframgreiðsluprósentur

Sjá einnig