Þegar samið hefur verið um afsláttarprósentuna sem viðskiptamaður á að fá á ákveðnum vörum er samkomulagið um vörurnar skráð í línurnar í glugganum Sölulínuafsláttur.
Sölulínuafsláttur stofnaður fyrir viðskiptamann:
- Í reitinn Leita skal færa inn Viðskiptamenn og velja síðan viðkomandi tengi. 
- Viðeigandi viðskiptamannaspjald er opnað. 
- Á flipanum Færsluleit í flokkinum Sala skal velja Línuafsláttur. Glugginn Sölulínuafsláttur opnast. 
- Reiturinn Tegund sölu er stilltur á Afsláttarflokkur viðskiptamanns og reiturinn Sölukóði er stilltur á númer viðskiptavinar. 
- Fylla inn í reitinn Tegund með Atriði eða Vöruafsl.flokkur. Fylla inn í reitinn Kóti með annað hvort vörunúmerinu eða vöruafsláttarflokkskótanum. Fylla inn í reitina Mælieining og umsaminn Línuafsl.%. 
- Ef mörg afbrigði eru af vörunni skal tilgreina Afbrigðiskóta. Ef dálkurinn er ekki sýnilegur skal opna flýtivalmyndina fyrir dálkhausa og smella á Velja dálka til að bæta henni við. 
- Ef viðskiptamaðurinn þarf að kaupa inn lágmarksmagn til að fá umsamda afsláttarprósentu er reiturinn Lágmarksmagn fylltur út. 
- Ef með þarf er færð inn upphafsdagsetning og lokadagsetning afsláttarsamkomulagsins. 
Skrefin eru endurtekin við hverja vöru sem sölulínuafsláttur er stofnaður fyrir.
|  Ábending | 
|---|
| Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. | 





