Hægt er að nota áminningar til að minna viðskiptamenn á gjaldfallnar upphæðir. Einnig er hægt að nota áminningar til að reikna út vexti og annan kostnað og hafa þær upplýsingar með í áminningunni.
Til athugunar |
---|
Notaðir eru vaxtareikningar ef krefja á viðskiptamenn um vexti eða gjöld án þess að minna þá á gjaldfallnar upphæðir. Ef viðskiptamaður er kominn í vanskil og ekki á að senda áminningu er hægt að áminna hann með því einfaldlega að senda honum yfirlit sem sýnir gjaldföllnu upphæðirnar. Þetta er gert með því að keyra skýrsluna Yfirlit og velja reitinn Sýna gjaldf. færslur á flýtiflipanum Valkostir. |
Áður en hægt er að stofna áminningar þarf að setja upp skilmála áminninga og tengja þá við viðskiptamenn. Fyrir hvern áminningarskilmálakóta þarf að skilgreina áminningarstig. Hvert áminningarstig inniheldur reglur um það hvenær áminningin verður send, t.d. hversu mörgum dögum eftir gjalddaga reikningsins eða dagsetningu fyrri áminningar. Innihald töflunnar Vaxtaskilmálar ákveður hvort vextir eru reiknaðir í áminningunni.
Hægt er að keyra reglulega keyrsluna Stofna innheimtubréf til að stofna áminningar fyrir alla viðskiptamenn með gjaldfallnar skuldir eða stofna áminningu handvirkt fyrir einstaka viðskiptamenn og láta reikna línurnar og fylla þær út sjálfvirkt.
Þegar búið er að stofna áminningarnar er hægt að breyta þeim. Textinn sem birtist í upphafi og í lok áminningar ræðst af áminningarstiginu og hægt er að sjá hann í dálknum Lýsing. Ef reiknuð upphæð hefur verið sett inn sjálfvirkt í upphafs- eða lokatextann verður textinn ekki leiðréttur ef línunum er eytt. Þá verður að nota aðgerðina Uppfæra áminningu.
Notkun áminningarstiga
Í fyrsta sinn sem áminning er stofnuð fyrir viðskiptamann er uppsetning stigs 1 notuð. Þegar áminningin er send er númer stigsins skráð á áminningarfærslurnar sem stofnast og tengt við einstakar viðskiptamannafærslur. Þurfi að minna viðskiptamanninn á aftur eru allar áminningarfærslur tengdar opnum viðskiptamannafærslum kannaðar til að finna hæsta stigsnúmerið. Skilyrði næsta stigsnúmers verða síðan notuð í nýju áminningunni.
Ef stofnaðar eru fleiri áminningar en skilgreind hafa verið stig fyrir verða skilyrði hæsta stigsins notuð. Hægt er að stofna eins margar áminningar og leyft er í reitnum Hám.fj. innheimtubréfa í áminningarskilmálunum.
Færslur í bið
Viðskiptamannsfærsla með reitinn Bið útfylltan leyfir ekki stofnun áminningar. En ef áminning er stofnuð á grunni annarrar færslu verður gjaldfallin færsla merkt í bið einnig höfð með í áminningunni. Vextir eru ekki reiknaðir á línur með þessum færslum.
Áminningar sendar
Þegar búið er að stofna áminningar, og breyta þeim ef þarf, er hægt að prenta prufuskýrslur eða senda áminningarnar.
Þegar áminning er send eru gögnin flutt í sérstaka töflu fyrir sendar áminningar. Um leið eru áminningarfærslurnar bókaðar. Ef vextir eða viðbótarkostnaður hefur verið reiknaður eru færslur bókaðar í viðskiptamannabók og á fjárhag.
Hægt er að prenta áminningarnar um leið og þær eru sendar eða síðar.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Stofna áminningar sjálfvirkt fyrir viðskiptamenn með gjaldfallnar upphæðir. | |
Fræðast um keyrsluna sem stofnar áminningar sjálfvirkt. | |
Stofna áminningu handvirkt og láta fylla línurnar út sjálfvirkt. | |
Skipta á upphafs- og lokatexta áminningar og texta af öðru stigi. | |
Skoða yfirlit um upphæðir í áminningu. | |
Bóka færslur fyrir eina eða fleiri áminningar og, ef vill, prenta áminningarnar. | |
Fá yfirlit yfir áminningarfærslurnar sem hafa verið stofnaðar á tiltekinn viðskiptamann. |