Umsjón með útistandandi skuldum felur í sér athugun á því hvort gjaldfallnar upphæðir séu greiddar á réttum tíma. Ef viðskiptamenn eru í vanskilum verður að ákveða hvenær og hvernig eigi að senda þeim innheimtubréf. Auk þess gæti þurft að skuldfæra reikninga þeirra vegna vaxta eða þóknunar.

Hægt er að skilgreina ótakmarkaðan fjölda áminningarskilmála til að auðvelda mismunandi áminningarferli. Þegar búið er að setja skilmálana upp er hægt að tengja vissar samsetningar skilmála við hvern viðskiptamann. Seinna er hægt að stofna, senda og fylgjast með áminningum.

Til athugunar
Eigi að reikna vexti á greiðslur sem fallnar eru í gjalddaga er hægt að gera það þegar áminningar eru stofnaðar. En ef aðeins á að reikna vexti og láta viðskiptamenn vita án þess að senda áminningar er hægt að nota vaxtareikninga. (Sjá Vaxtaskilmálar.)

Hægt er að setja upp ótakmarkaðan fjölda áminningarskilmála. Hver samsetning skilmála er auðkennd með kóta.

Fyrir hvern áminningarskilmálakóta er hægt að skilgreina ótakmarkaðan fjölda áminningarstiga. Fyrir hvert áminningarstig er hægt að skilgreina sérstök skilyrði sem í geta falist viðbótargjöld, bæði í SGM og erlendum gjaldmiðli. (Sjá Gjaldm. stigs innheimtubréfs.)

Fyrir hvert áminningarstig er hægt að skilgreina texta sem verður prentaður á undan ( Byrjunartexti) eða eftir ( lokatexti) færslunum í áminningunni.

Þegar búið er að setja upp áminningarskilmálana (með viðbótarstigum og texta) þarf að færa einn kótann á hvert viðskiptamannaspjald.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Setja upp kóta fyrir samsetningu áminninga sem hægt er að tengja við viðskiptamenn.

Hvernig á að setja upp skilmála innheimtubréfs

Setja upp áminningarstig sem sýna hversu langt greiðslur eru komnar fram yfir gjalddaga.

Hvernig á að setja upp Stig innheimtubréfa

Setja upp texta sem á að prenta á áminningarskjöl, með möguleika á mismunandi upphafs- og lokatexta fyrir hvert áminningarstig.

Hvernig á að setja upp Texta innheimtubréfa

Sjá einnig