Forritið veitir vissar upplýsingar sem notaðar eru við greiningu á vátryggingarskírteinum og of- eða vantryggingu á eignum.

Ef skoða á hvaða eignir eru vátryggðar eða hvaða vátryggingar gilda fyrir hverja eign er hægt að skoða upplýsingarnar eða prenta skýrslu.

Vátryggingasvið

Einnig er hægt að prenta skýrsluna Vátrygging-Tryggt heildarvirði. Fram kemur eftir eign hvaða vátryggingar eru á eign og upphæð þeirra.

Yfirlit yfir vátryggingaskírteini

Yfirlit yfir vátryggingarskírteini fæst með því að prenta skýrsluna Vátrygging - Listi þar sem sýndar eru allar vátryggingar og helstu reitir á vátryggingarspjöldunum.

Of-/Vantrygging

Ef athuga á hvort tiltekin eign sé of- eða vantryggð er hægt að skoða gluggann Eignaupplýsingar eða prenta skýrslu.

Eignir ekki tengdar vátryggingaskírteinum

Ef ganga á úr skugga um að ekki hafi gleymst að tengja eign við vátryggingu er hægt að prenta skýrsluna Vátrygging - Ótryggðar eignir. Þessi skýrsla sýnir einstakar eignir með upphæðir sem hafa ekki verið bókaðar á vátryggingarskírteini.

Sjá einnig