Ekki er oft þörf á að breyta vátryggingaspjöldum, en við og við kann að vera þörf á að bæta við eða breyta vátryggingaskírteinum eða fjarlægja þau.

Breytingar á vátryggingarnúmeri

Hægt er að breyta númeri vátryggingarskírteinis með því að færa inn nýtt númer og staðfesta boðin sem birtast. Breytingin kann að taka nokkurn tíma, því að forritið verður að kanna alla glugga sem vátryggingarnúmerið er í og breyta númerinu í öllum viðeigandi færslum.

Árlegt iðgjald og tryggingarupphæð

Þegar árleg endurnýjunartilkynning berst verður að uppfæra reitinn Árlegt iðgjald á vátryggingarspjaldinu handvirkt ef óskað er eftir að uppfæra hann. Þessi reitur er eingöngu til upplýsingar.

Þegar upplýsingar um breytingar á tryggingarupphæð berast ætti að breyta þeim á vátryggingarspjaldinu til að tryggja að greining vátryggingasviðs sé rétt.

Sjá einnig