Þegar verk er unnið er efni, forði og annar kostnaður notuð og þetta þarf að bóka á verkið. Verk í vinnslu (VÍV) er eiginleiki þar sem hægt er að meta fjárhagslegt virði verka í fjárhag eftir því sem verkinu miðar áfram. Oft er kostnaður bókaður áður en verk er reikningsfært. Þegar aðeins kostnaður hefur verið bókaður verður fjárhagsyfirlitið ónákvæmt.
Til að rekja gildi í fjárhagnum er hægt að reikna út VÍV og bóka gildið í fjárhag.
VÍV má reikna út byggt á eftirfarandi:
-
Kostnaðargildi
-
Sölugildi
-
Auðkennanlegur kostnaður
-
Prósentum lokið
-
Samningi lokið
Til að skoða niðurstöður með annarri aðferð er hægt að breyta aðferðinni og reikna Verk í vinnslu á nýjan leik. Engin takmörk eru á því hversu oft VÍV er reiknað. VÍV er aðeins reiknað en er ekki bókað í fjárhag. Þegar VÍV hefur verið reiknað út er hægt að bóka það í fjárhag.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Tilgreina magn VÍV sem þarf að bóka. | |
Upplýsingar um mismunandi aðferðir VÍV. | |
Bóka VÍV-magn. | |
Nota keyrslu til að bóka í fjárhag. | |
Bóka forðanotkun í tilteknu verki. | |
Fá yfirlit yfir allar verkfærslur. |