Inniheldur heiti í reikniaðferðarinnar verks í vinnslu (VÍV) sem er tengd verki.

Verk í vinnslu (VÍV) er notað til að tengja kostnað og tekjur. Microsoft Dynamics NAV styður margar meginleiðir til að reikna út VÍV og samþykkisölu og kostnaðar:

VÍV-aðferð Lýsing

Samningi lokið

Engin sala eða kostnaður er hluti af útreikningnum.

Kostnaðarverð seldra vara

Samþykkir VÍV þegar reikningur er sendur til viðskiptamanns.

Kostnaðarvirði

Samþykkir VÍV þegar reikningur er sendur til viðskiptamanns.

Prósenta lokinna verka

Samþykkir kostnað þegar hann er skráður.

Söluvirði

Samþykkir kostnað þegar hann er skráður.

Auk þess er hægt að búa til nýja formúlu til að reikna út VÍV sem tengist verki.

Til athugunar
Aðferðirnar sem tiltækar eru til að nota geta verið takmarkaðar, allt eftir því hvernig kerfisstjóri hefur sett upp verk í vinnslu.

Ekki er hægt að breyta VÍV-aðgerð þegar VÍV-aðferð hefur verið tengd við tiltekið verk og það eru tengdar VÍV-færslur og VÍV-fjárhagfærslur. Hægt er að stilla það sem sjálfgefna VÍV-aðferð fyrir fyrirtækið, hinsvegar

Viðbótarupplýsingar

Eftirfarandi reglur gilda yfirleitt við útreikning VÍV:

  • Samþykkt sala = reikningsfærð sala og samþykktur kostnaður eru reiknuð
  • Samþykktur kostnaður = skráður kostnaður og samþykkt sala eru reiknuð
  • Valkosturinn Samningi lokið, þar sem engin sala eða kostnaður eru samþykkt, þ.e. allt er meðhöndlað sem VÍV

Reikningsfærð sala, reiknaður samþykktur kostnaður

Kostnaðargildi og Sölukostnaður samþykkja ekki neitt þar til viðskiptamaðurinn er reikningsfærður fyrir verk. Þetta þýðir að allur kostnaður er meðhöndlaður sem VÍV þar til verkinu hefur verið lokið og það reikningsfært. Ef reikningsfærsla á sér stað meðan á verkinu stendur eru tekjur samþykktar byggt á reikningsfærðri sölu, þ.e. reikningsfært samningsverð. Samþykktur kostnaður er kostnaðurinn sem samsvarar reikningsfærðu sölunni.

Jákvætt VÍV gefur til kynna að meira hafi verið framleitt eða veitt en það sem var reikningsfært. Þessi hluti kostnaðarins, þ.e. uppsafnaður en óreikningsfærður kostnaður, er bókaður á VÍV-kostnaðarreikning. Neikvætt VÍG gefur til kynna hið gagnstæða; þessi hluti kostnaðarins er bókaður á VÍG-eignareikning.

Skráður kostnaður, reiknuð samþykkt sala

Í Söluvirði og Prósentum lokið er kostnaður samþykktur þegar hann er skráður og tekjur eru reiknaðar í hlutfalli við skráðan kostnað, þ.e. heildarnotkunarkostnaði. Reikningsfærsla hefur aðeins áhrif á virði VÍV. Tekjur eru samþykktar svo þær samsvari heildarnotkunarkostnaði.

VÍV sala samanstendur af kostnaði að viðbættu hlutfalli áætlaðra tekna. Jákvætt VÍV gefur til kynna að stofnað hafi verið til meiri tekna en hafa verið reikningsfærðar, þessi hluti sölunnar er bókaður á VÍV-reikning uppsafnaðrar sölu. Neikvætt VÍG gefur hið gagnstæða til kynna; sumar sölur vísa í vinnu sem hefur ekki enn verið framkvæmd og sölur eru bókaðar á eignarreikning VÍG-sölu.

Allar VÍV-aðferðir eiga það sameiginlegt að öll verk í vinnslu og samþykktir eru bakfærðar þegar verkið er skráð sem lokið í runuvinnslunum Verk - Reikna VÍV og Verk - Bóka VÍV í fjárhag. VÍV er hægt að reikna byggt á kostnaðarvirði, söluvirði, sölukostnaði, loknum prósentum eða loknum samningi, eftir því hvað er valið í reitnum. Reiknireglurnar fyrir hverja þessara útreikninga má sjá hér fyrir neðan:

VÍV-aðferð Reiknireglur Hvað reiknað er út

Kostnaðarvirði

  • Samþykktar tekjur = Samningur (reikningsfært verð)
  • Áætlaður heildarkostnaður = Samningur (heildarverð) *Tímasetning (heildarkostnaðarhlutfall)
  • VÍV - kostnaður = (Prósentum lokið - Reikningsfærð %) * Áætlaður heildarkostnaður
    • Prósentum lokið = Notkun (heildarkostnaður)/Tímasetning (heildarkostnaður)
    • Reikningsfærð % = Samningur (reikningsfært verð)/Samningur (heildarverð)
  • Samþykktur kostnaður = Notkun (heildarkostnaður) - VÍV

Útreikningar á kostnaðarvirði hefjast á því að reiknað er virði þess sem hefur verið innt af hendi með því að taka hluta áætlaðs heildarkostnaðar byggt á loknum prósentum. Reikningsfærður kostnaður er dreginn frá með því að taka hluta áætlaðs heildarkostnaðar byggt á reikningsfærðu prósentunni. Það krefst þess að Samningur (heildarverð), Tímasetning (heildarverð) og Tímasetning (heildarkostnaður) sé fært inn fyrir allt verkið, eigi útreikningarnir að vera réttir.

Kostnaðarverð seldra vara

  • Samþykktar tekjur = Samningur (Reikningsfært verð)
  • Samþykktur kostnaður = Tímasetning (heildarkostnaður) *Reikningsfærð %
    • Reikningsfærð %=Samningur (reikningsfært verð)/Samningur (Heildarverð)
    • (Reikningsfærð % er dálkur í verkhlutalínum verks)
  • VÍV-kostnaður = Notkun (heildarkostnaður) - Samþykktur kostnaður

Útreikningar á sölukostnaði hefjast á því að reiknaður er út samþykktur kostnaður. Kostnaður er samþykktur í hlutfalli byggt á Tímasetningu (heildarkostnaði). Til að útreikningarnir séu réttur þarf Samningur (heildarverð) og Tímasetning (heildarverð) að vera fært inn fyrir allt verkið.

Söluvirði

  • Samþykktur kostnaður = Notkun (heildarkostnaður)
  • Samþykktar tekjur = Notkun (heildarverð)*Áætlað hlutfall reikningsfærslu
    • Endurheimt kostnaðar% = Samningur (heildarverð)/Tímasetning (heildarverð)
  • VÍV-sala = Samþykkt sala - Samningur (reikningsfært verð)

Útreikningar á söluvirði samþykkja tekjur í hlutfalli byggt á Notkun (heildarkostnaði) og áætluðu hlutfalli kostnaðarendurheimtar. Eigi útreikningarnir að vera réttir þarf Samningur (heildarverð) og Tímasetning (heildarverð) að vera fært inn fyrir allt verkið.

Prósenta lokinna verka

  • Samþykktur kostnaður = Notkun (heildarkostnaður)
  • Samþykktar eignir = Samningur (heildarverð)* Prósentum lokið
    • Prósentum lokið = Notkun (heildarkostnaður)/Samningur (heildarkostnaður)
    • (Kallað Kostnaður loka % á verkhlutalínum verks)
  • VÍV-sala = Samþykkt sala - Samningur (Reikningsfært verð)

Útreikningar á loknum prósentum samþykkja tekjur í hlutfalli byggt á lokum prósentum, þ.e. Notkun (heildarkostnaður) á móti Tímasetningu (kostnaður). Til að útreikningarnir séu réttur þarf Samningur (heildarverð) og Tímasetning (heildarverð) að vera fært inn fyrir allt verkið.

Samningi lokið

VÍV-upphæð = VÍV-kostnaðarupphæð = Notkun (heildarkostnaður)

VÍV söluupphæð = Samningur (Reikningsfært verð)

Með þessari aðferð eru tekjur og kostnaður ekki samþykkt fyrr en verkinu er lokið. Þetta getur verið æskilegt þegar mikil óvissa ríkir um áætlun kostnaðar og tekna verksins.

Öll notkun bókast á reikninginn Verk í vinnslu, kostnaður (eign) og öll reikningsfærð sala bókast á reikninginn VÍV Reikningsfærð sala (skuld) þar til verkinu er lokið.

Ábending

Sjá einnig