Öllum færslum sem bókaðar eru á afskriftabækur er sjálfvirkt úthlutað færslunúmerum í samfelldri röð. Færslunum er raðað eftir færslunúmerum í eignadagbókum óháð eignanúmerum eða afskriftabókanúmerum.
Dagbók er stofnuð sjálfvirkt við hverja bókun (ýmist beint með eignafærslubók, óbeint með innkaupareikningum eða sjálfvirkt með keyrslum). Einstakar dagbækur eru einnig tölusettar frá 1 og upp úr.
Færslur raktar
Öllum bókuðum færslum er sjálfvirkt úthlutað upprunakóta þannig að hægt er að rekja færslur til uppruna þeirra.
Einnig er hægt að úthluta ástæðukóta á færslur.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Skoða færslurnar sem stofnaðar hafa verið í eignabókinni. | |
Merkja bókaða færslu sem ranga höfuðbókarfærslu. | |
Nota keyrsluna Ógilding á eignabókarfærslum til að ógilda færslur úr afskriftabók. | |
Hætta við ranga afskriftarfærslu með því að keyra keyrsluna Ógilding á eignabókarfærslum og bóka síðan réttu afskriftarupphæðina með því að keyra keyrsluna Reikna afskrift. | |
Skoða villur sem hafa verið leiðréttar, sem eru bókaðar sem rangar eignafærslur. | |
Skoða færslunúmerin sem eru í hverri dagbók. | |
Prenta eignadagbækur og nota afmarkanir eins og við á til að draga úr lengd. |