Reiturinn Línugildi er fylltur út eins og lýst er í eftirfarandi töflu.

Valkostur Lýsing

Þjónustuvara

Verðið er sótt sjálfkrafa úr reitnum Sjálfgefið samningsvirði í töflunni Þjónustuvara og afritað í reitinn Línuvirði.

Vara

Háð gildinu í reitnum Reikningsaðferð samningsvirðis í töflunni Þjónustukerfisgrunnur er upphæðin sótt úr reitnum Ein.verð eða Kostn.verð í töflunni Vörur. Að því loknu er þetta gildi margfaldað með efninu í reitnum Samningsvirðis % í töflu í Þjónustukerfisgrunninum og deilt í 100. Þessi upphæð er afrituð i reitinn Línuvirði.

Til athugunar
Ef reiturinn Reikningsaðferð samningsvirðis er stilltur á Ekkert er efnið í reitnum Línuvirði ekki reiknað.

Textalýsing

Innihald reitsins Línuvirði er stillt á núll.

Sjá einnig