Eftir því sem verkið þróast getur kostnaður á borð við forðanotkun, efni og verktengd innkaup safnast upp. Þessar færslur eru bókaðar í verkbókina á vinnslutíma verksins. Mikilvægt er að allur kostnaður sé skráður í verkbókina áður en viðskiptavininum er sendur reikningur.
Hægt er að reikningsfæra allt verkið í glugganum Verkhlutalínur verks eða aðeins reikningsfæra ákveðnar samningslínur í glugganum Áætlunarlínur. Hægt er að reikningsfæra þegar verkinu er lokið eða með vissu millibili á meðan á vinnslu verksins stendur, byggt á reikningsáætlun.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Útbúa reikning fyrir verk eða verkhluta. | |
Útbúa kreditreikning. | |
Ljúka verki eftir bókun notkunar og reikningsfærslu. |