Þegar nýtt verkefni er hafið verður að búa til verk. Verkáætlun er í tveimur lögum:
-
Annars vegar eru verkhlutalínur verks. Setja þarf upp minnst einn verkhluta því öll bókun þarf að vísa í verkhluta. Ef a.m.k. einn verkhluti er í verkefninu er hægt að setja upp áætlunarlínur og bóka notkun fyrir verkið.
-
Hins vegar eru áætlunarlínur, sem tilgreina ítarlega notkun forða, vara og ýmis fjárhagsleg útgjöld.
Öll verk sem búin eru til má greina í verklínur og áætlunarlínur. Þannig má skipta verki í smærri verk og notast við ítarlegri upplýsingar um fjárhagsáætlun, tilboð og skráningu.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Hefja nýtt verk eða grunnstilla eldra verk. | |
Áætla mismunandi verkhluta í verki. | |
Setja upp ákveðið verð fyrir forða í verki. | |
Setja upp ákveðið verð fyrir vörur í verki. | |
Setja upp reikninga fyrir bókun. | |
Setja upp ákveðið verð fyrir fjárhagsleg útgjöld í verki. |