Microsoft Dynamics NAV reiknar sjálfkrafa út hvenær hægt er að afhenda vöru á sölupöntunarlínu í fyrsta lagi.

Hafi viðskiptamaðurinn farið fram á tiltekna afgreiðsludagsetningu þá er reiknuð út sú dagsetning sem vörurnar þurfa að vera tilbúnar þannig að afgreiðsla geti farið fram á þeim degi.

Hafi viðskiptamaðurinn ekki farið fram á tiltekna afgreiðsludagsetningu þá er dagsetning sem hægt er að afgreiða vörurnar reiknuð út frá deginum sem vörurnar verða tilbúnar.

Reiknar ósk um afhendingardag

Ef tilgreindur er afgreiðsludagsetning á sölupöntunarlínunni notar forritið þessa dagsetningu sem upphafspunkt fyrir eftirfarandi útreikninga.

Umbeðin afgreiðsludagsetning - Flutningstími = Áætluð afhendingardagsetning

sfhendingardagsetning + afgr.tími vara á útl. úr vöruh. = afh.dags.

Ef varan er tiltæk til tínslu á afhendingardagsetningu þá getur söluferlið haldið áfram.

Ef varan er ekki tiltæk til tínslu á afhendingardegi þá birtist viðvörun um að varan sé uppseld.

Reiknar fyrsta mögulega afgreiðsludag

Ef ekki er tilgreind umbeðin afgreiðsludagsetning á sölupöntunarlínunni, eða ef ekki er hægt að verða við umbeðinni afgreiðsludagsetningu, er reiknuð fyrsta dagsetningin sem vörurnar eru tiltækar. Sú dagsetning er færð inn í reitinn Afh.dags á línuna og eftirtaldar reiknireglur eru síðan notaðar til að reikna út hvenær áætlað er að senda vörurnar ásamt því á hvaða degi viðskiptamaðurinn fær þær afhentar.

Afhendingardagsetning + afgr.tími vara á útl. úr vöruh. = Áætluð afhendingardagsetning

áætluð afhendingardagsetning + flutningstími = áætluð afgreiðsludagsetning

Sjá einnig