Ef villa á sér stað við bókun stofnkostnaðar er hægt að fjarlægja færsluna með keyrslunni Afturkalla eignafærslur og bóka síðan rétta stofnkostnaðarfærslu.

Ef stofnkostnaður er til dæmis bókaður með rangri dagsetningu þarf að leiðrétta það. Forritið notar bókunardagsetningu eigna í marga útreikninga. Rangar eignafærslur verður því að fjarlægja úr töflunni Eignabókarfærsla.

Keyrslan Afturkalla eignafærslur fjarlægir færslurnar úr töflunni Eignafærsla og flytur þær í töfluna Röng eignafærsla.

Það gengur ekki að nota aðgerðina Bakfæra færslur. Aðgerðin Bakfæra færslur bókar færslu með andstæðu merki í sömu töflu. Ef aðgerðin Bakfæra færslur er notuð getur keyrslan Reikna afskriftir ekki afskrifað eignina rétt. Til dæmis ef stofnkostnaður er bókaður á 1. maí 2002 í stað 1. maí 2001 og Bakfæra færslur er svo notað myndi keyrslan Reikna afskriftir ekki afskrifa eignina fyrr en 1. maí 2002.

Hætta við færslur er aðgerð sem er sérstaklega ætluð fyrir eignir. Bakfæra færslur er almennari aðgerð fyrir allar fjárhagsbókanir.

Upplýsingar um hvernig á að hætta við færslur fyrir eina eign eru í Afturkalla eignafærslur keyrslunni.

Upplýsingar um hvernig á að hætta við færslur fyrir margar eignir eru í Hætta við eignafærslur keyrslunni.

Þegar hætt hefur verið við ranga færslu er hægt að bóka rétta færslu.

Sjá einnig