Þegar hnappurinn Bóka er valinn á söluskjali er hægt að velja milli eftirfarandi bókunaraðgerða:
- Prófunarskýrsla
- Bóka
- Bóka og prenta
- Fjöldabóka
Þegar lokið hefur verið við allar línurnar og allar upplýsingar færðar á sölupöntunina er hægt að bóka hana. Þetta stofnar afhendingu og reikning.
Þegar sölupöntun er bókuð, eru reikningur viðskiptavinar, fjárhagurinn og birgðahöfuðbókarfærslur uppfærðar.
Fyrir hverja sölupöntun, er stofnuð sölufærsla í töflunni Fjárhagsfærsla. Færsla er einnig stofnuð í reikningi viðskiptamanns í töflunni Viðskm.færsla og fjárhagsfærsla er stofnuð í viðeigandi safnreikningi viðskiptamanns. Auk þess getur bókun pöntunarinnar leitt til VSK-færslu og fjárhagsfærslu vegna afsláttar. Hvort færsla vegna afsláttar er bókuð fer eftir því sem er í reitnum Afsláttarbókun í töflunni Sölugrunnur.
Birgðafærsla er stofnuð í töflunni Birgðafærsla fyrir hverja sölupöntunarlínu (ef línurnar eru með vörunúmerum) eða þá að fjárhagsfærsla er stofnuð í töflunni Fjárhagsfærsla (ef fjárhagsreikningur er í sölulínunum). Ef birgðageymslan er sett upp fyrir hólfanotkun og hólfakóti er valinn á sölupöntunarlínunni verður vöruhúsafærsla stofnuð í Vöruhúsafærsla.
Auk þess eru sölupantanir alltaf skráðar í töflunum Söluafhendingarhaus og Sölureikningshaus.
Áður en byrjað er að bóka er hægt að prenta prófunarskýrslu sem er með öllum upplýsingum í sölupöntuninni, einnig villum ef einhverjar eru. Til að prenta skýrsluna er farið í flipann Aðgerðir og Bókunvalin, og síðan Prufuskýrsla.
Mikilvægt |
---|
Þegar pöntun er bókuð er hægt að búa til bæði afhendingu og reikning. Það er hægt að gera á sama tíma eða hvort í sínu lagi. Einnig er hægt að mynda hlutaafhendingu og gera hlutareikning með því að fylla út reitinn Magn til afhendingar eða Magn til reikningsf. í einstökum sölupöntunarlínum áður en bókað er. Bent er á að ekki er hægt að búa til reikning fyrir eitthvað sem ekki er afhent. Það er að segja, áður en hægt er að gera reikning verður afhending að vera skráð, nema afhending sé skráð um leið og reikningur er gerður. |
Hægt er annað hvort að bóka, eða bóka og prenta. Ef valið er að bóka og prenta prentast skýrslan við bókun pöntunarinnar. Einnig er hægt að velja aðgerðina Fjöldabóka sem býður upp á að bóka nokkrar pantanir í einu.
Þegar bókun er lokið hverfa bókuðu sölulínurnar úr pöntuninni. Skilaboð segja til um hvenær bókun er lokið. Að þessu loknu verður hægt að sjá bókuðu færslurnar í ýmsum af þeim gluggum sem innihalda bókaðar færslur, eins og Viðskiptamannafærslur, Fjárhagsfærslur, Birgðafærslur, Vöruhúsafærslur, Bókuð söluafhending og Bók. sölureikningur.