Opnið gluggann Fjöldabóka sölupantanir.

Bókar margar sölupantanir í einu. Þetta getur verið gagnlegt ef þarf að bóka margar sölupantanir. Hægt er að velja þær pantanir sem á að bóka með því að fylla í reitinn Nr. Áður en keyrslan er sett í gang er hægt að taka fram að pantanir bókist sendar og/eða reikningsfærðar.

Ef hluti af pöntun er afhent og/eða reikningsfærð þegar bókað er þarf að fylla út reitina Magn til afhendingar og/eða Magn til reikningsf. í innkaupalínunum áður en keyrslan er sett í gang.

Mikilvægt
Brýnt er að færa inn allar nauðsynlegar upplýsingar á sölupantanirnar áður en þær eru fjöldabókaðar. Annars er ekki víst að þær bókist. Þegar fjöldabókun er lokið birtast skilaboð um hve margar sölupantananna voru bókaðar (til dæmis 9 af 10).

Hægt er að skilgreina hvaða pantanir eru með í keyrslu með því að stilla afmarkanir. Einnig er hægt að ákvarða hvernig unnið er úr keyrslunni með því að fylla út reitina á flýtiflipanum Valkostir. Reitirnir eru fylltir út sem hér segir:

Valkostir

Senda: Hér er tilgreint hvort pantanirnar verða sendar þegar þær eru bókaðar. Gátmerki í reitnum vísar til allra pantananna sem eru bókaðar.

Reikningur: Hér er tilgreint hvort pantanirnar verða reikningsfærðar þegar þær eru bókaðar. Gátmerki í reitnum vísar til allra pantananna sem eru bókaðar.

Bókunardags.: Hér er skráð dagsetningin sem kerfið notar sem dagsetningu fylgiskjals og/eða bókunar þegar bókað er ef annar hvor eða báðir eftirfarandi reitir eru merktir með gátmerki.

Ef engin bókunardagsetning eða fylgiskjalsdagsetning er á fylgiskjali er dagsetningin í þessum reit notuð jafnvel þótt ekkert gátmerki sé í viðeigandi reit.

Endursetja bókunardags.: Gátmerki er sett í reitinn ef á að endursetja bókunardagsetningu sölupantana með dagsetningunni í reitnum hér að ofan.

Endursetja dagsetningu fylgiskjals: Gátmerki er sett í reitinn ef á að endursetja fylgiskjalsdagsetningu sölupantananna með dagsetningunni í reitnum Bókunardags.

Reikna reikn.afsl.: Gátmerki er sett í þennan reit ef reikningsafsláttur á að reiknast sjálfkrafa á sölupantanir áður en bókað er.

Ábending