Tilgreinir birgðahöfuðbókarfærslur sem eru búnar til í hvert skipti sem bókaðar eru breytingar á birgðamagni. Þessi breyting getur verið móttaka eða afhending vöru eða vegna þess að bókuð hefur verið jákvæð eða neikvæð leiðrétting á magni eða notkun eða frálagi vegna framleiðslu.
Í þessum birgðafærslum eru einnig vörurakningarnúmer varanna, sem eru rað- eða lotunúmer, ef þeim hefur verið úthlutað.
Til athugunar |
---|
Taflan Birgðafærsla hefur aðeins að geyma upplýsingar um magn. Allar upphæðir eru sýndar í töflunni Virðisfærsla. |
Birgðafærslur eru stofnaðar á eftirfarandi hátt: bókun birgðabókarlínu; bókun sölupöntunar, skilapöntunar, reiknings eða kreditreiknings; og bókun innkaupapöntunar, skilapöntunar, reiknings eða kreditreiknings.
Birgðafærslur verða einnig til vegna framleiðslu á uppskriftum í uppskriftabók. Áður en hægt er að bóka birgðafærslu vegna þeirrar uppskriftar sem hefur verið framleidd stofnar kerfið sjálfkrafa birgðafærslu vegna hvers íhlutar sem uppskriftin er mynduð úr.
Ef uppskrift er til dæmis borð með fjórum fótum og borðplötu eru þrjár birgðafærslur gerðar: ein vegna sjálfrar uppskriftarinnar, borðsins (færslan er aukning þar sem birgðir aukast um eitt borð) og ein vegna hverrar vöru sem borðið er samsett úr, það er, borðplötunni og fótunum (færslurnar eru minnkanir þar sem birgðir minnka um eina borðplötu og fjóra fætur). Allar færslurnar þrjár hafa sama fylgiskjalsnúmer .
Að lokum er reiturinn Jafnaðar færslur sem á að leiðrétta uppfærður með keyrslunni Leiðr. kostnað - Birgðafærslur.
Vörurakning
Ef einhver framangreindra fylgiskjalslína er með mörg einstök vörurakningarnúmer við bókun verður það til þess að til verður ein birgðafærsla fyrir hvert vörurakningarnúmer.
Ef t.d. er bókuð lína með fjórum stykkjum og hvert þeirra með sérstakt raðnúmer verða til fjóar sérstakar birgðafærslur. Taflan Birgðafærslutengsl er notuð til að stýra slíkum tengslum við bókun og þegar flett er upp í bókuðum fylgiskjalslínum.