Stofna sjálfkrafa sölureikning sem hægt er að skoða í glugganum Bókaður sölureikningur þegar sölureikningur er bókaður.
Sölureikningurinn er stofnaður þegar smellt er á Aðgerðir, bent á Bóka eða Bóka og prenta í sölupöntun og síðan er eitt af eftirfarandi atriðum valið:
-
Afhenda
-
Reikningsfæra
-
Afhenda og reikningsfæra
Mikilvægt |
---|
Ef merki er í gátreitnum við hlið reitsins Afhendist á reikning í Sölugrunni verður einnig stofnuð afhending við bókun reiknings. |
Sölureikningur samanstendur af sölureikningshaus og einni eða fleirum sölureikningslínum.
Sölureikningshaus hefur að geyma allar viðeigandi upplýsingar um þann viðskiptamann sem selt er til og þann sem fær reikning, eins og nafn, aðsetur, númer fylgiskjals og dagsetningar. Kerfið afritaði upplýsingarnar úr söluhausnum við bókun hans.
Sölureikningslínur fela í sér upplýsingar (eins og birgðanúmer, magn og verð) sem eru afritaðar úr bókaðri sölulínu.
Ekki er hægt að breyta neinum reitanna í sölureikningshaus eða -línum þar sem reikningurinn hefur þegar verið bókaður.