Tilgreinir kóta flýtivísunar í vídd 2. Kerfið úthlutar flýtivísun í vídd 2 sjálfkrafa sama víddarkóta og færður er inn í reitinn Altæk vídd 2 . Ef kóta altækrar víddar 2 er breytt breytist kóti flýtivísunar í vídd 2 einnig.
Flýtivísun í vídd er fljótleg og þægileg leið til þess að færa víddarupplýsingar beint inn í línur í færslubókum og sölu- og innkaupaskjölum. Í innkaupaskjali, til dæmis, er hægt að velja á flýtiflipa fyrir línur, smella á Aðgerðir, Velja dálka og velja flýtivísanir í víddir sem oftast eru notaðar í því tiltekna skjali. Nota þarf sérstakan víddarglugga til að færa inn víddarupplýsingar fyrir víddir sem ekki hafa verið valdar sem flýtivísanir.
Flýtivísanir í vídd 1 og 2 eru tiltækar á hausum sölu- og innkaupaskjala þannig auðveldlega er hægt að færa inn víddargildi fyrir hausinn, til dæmis fyrir tiltekinn viðskiptamann. Nota þarf sérstakan víddarglugga til að færa inn víddarupplýsingar fyrir aðrar víddir en flýtivísanir í vídd 1 og 2 inn á hausinn.
Hægt er að greina flýtivísunarfærslur rétt eins og aðrar víddarfærslur með aðgerðinni greiningaryfirlit .
Athugið að kerfið endurnefnir alla reiti fyrir flýtivísun í vídd 2 með þeim víddarkóta sem færður hefur verið inn fyrir altæka vídd 2 í töflunni Vídd.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |