Tilgreinir kóta altækrar víddar 1. Hægt er að velja kóta altækrar víddar 1 úr einum af víddarkótunum sem notandinn hefur sett upp í töflunni Vídd. Skilgreina þarf hvaða víddir er líklegast að greina þurfi reglubundið og velja eina af þeim sem aðra af altæku víddunum tveimur.
Bent er á að þegar fyrirsögn víddarkóta er færð inn í reitinn Texti kóta eru allir reitir fyrir altæka vídd 1 endurnefndir með þeirri fyrirsögn.
Hægt er að setja afmarkanir á fjárhagsfærslur með því að nota víddargildi fyrir altæka vídd 1 og setja upp ársreikninga fyrir þá vídd með því að nota aðgerðirnar Skoða, Reitaafmörkun; Skoða, Töfluafmörkun; og Skoða FlowFilter. Einnig er hægt að nota þessar afmarkanir til að kanna tengsl milli vídda og víddargilda þeirra. Til dæmis, hvaða kostnað ber deild af því að selja ákveðnum flokki viðskiptamanna?
Víddin sem tilgreind er hér sem altæk vídd 1 verður sjálfkrafa tiltæk í færslubókarlínum og sölu- og innkaupaskjölum sem Flýtivísun í vídd 1 .
Mikilvægt |
---|
Ef kóta altækrar víddar er breytt þarf að gera breytingar á færslum sem þegar hafa verið bókaðar í kerfinu. Þess vegna skal íhuga vandlega hvaða víddarkótar eru færðir hér inn til að draga úr þörf á seinni tíma breytingum. |
Einnig er hægt að greina altækar víddir með aðgerðinni greiningaryfirlit .
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |