Tilgreinir á hvaða reikning bóka skuli upphæðir sem reikningssléttun skilar þegar bókuð eru viðskipti sem varða lánardrottna.

Þennan reit er hægt að nota ef kerfið er stillt á að slétta reikningsupphæðir lánardrottna. Þegar reikningsupphæð er sléttuð býr kerfið til reikningslínu með sléttuðu upphæðinni. Áður en reikningurinn er bókaður er hægt að sjá sléttaða reikningsupphæðina í glugganum Innkaupaupplýsingar.

Hægt er að tilgreina reikningssléttun fyrir hvern gjaldmiðil í glugganum Gjaldmiðlar.

Ef á að tilgreina reikningssléttun fyrir gjaldmiðil þarf að fylla reitina út eins og hér segir:

Sléttunarnákvæmni reikninga

Hér þarf að tilgreina stærð bilsins sem nota á við sléttun reikningsupphæða.

Reikningur sléttaðs reiknings

Hér þarf að tilgreina reikninginn þar sem bóka á þá upphæð sem reikningssléttun skilar.

Sléttunartegund reikninga

Hér þarf að tilgreina hvernig slétta á upphæðina, til dæmis upp eða niður.

Sléttun reiknings í uppsetningarglugganum Innkaup.

Hér þarf að tilgreina hvort kerfið eigi að nota reikningssléttun, eins og hún hefur verið skilgreind í ofannefndum þremur reitum, fyrir innkaupareikninga.

Ábending

Sjá einnig