Opnið gluggann Innkaupaupplýsingar.

Þessi gluggi birtist af innkaupaskjölum (beiðnum, reikningum eða kreditreikningum) þegar smellt er á Tengdar upplýsingar og svo á viðeigandi valmynd (Beiðni, Reikningur eða Kreditreikningur) og síðan á Upplýsingar (smellt á Tengdar upplýsingar, Beiðni og síðan á Upplýsingar í glugganum Innkaupabeiðni, til dæmis). Glugginn sýnir upplýsingar um viðeigandi innkaupalínur.

Glugginn Innkaupaupplýsingar hefur tvo flýtiflipa: Almennt og Lánardrottinn. Þessir flýtiflipar sýna upplýsingar eins og magn, upphæð, VSK og stöðu lánardrottins.

Innkaupaupplýsingarnar birta góða yfirsýn yfir innihald alls innkaupaskjalsins, sundurliðun í tilteknum línum skjals og hvaða upphæðir eru bókaðar.

Í flýtiflipanum Almennt er upphæðin í reitnum Brúttóupphæð sléttuð samkvæmt innihaldi reitsins Sléttunarnákvæmni reikninga í töflunni Gjaldmiðill fyrir viðeigandi gjaldmiðil. Síðan mun kerfið slétta upphæðirnar í reitunum Upphæð, Afsláttarupphæð birgða, Samtals og VSK sem Heildarupphæð með VSK samanstendur af. Upphæðin í reitnum Upphæð (SGM) er sléttuð samkvæmt innihaldi reitsins Sléttunarnákvæmni upphæða í töflunni Gjaldmiðill fyrir viðeigandi gjaldmiðil.

Upphæðirnar í reitunum á flýtiflipanum Almennt eru í gjaldmiðli innkaupaskjalsins nema annað sé tekið fram. Reitirnir á flýtiflipanum Almennt sýna eftirfarandi upplýsingar:

Upphæð

Þessi reitur sýnir nettóupphæð allra línanna í innkaupaskjalinu. Þessi upphæð er ekki með VSK eða afslætti en felur í sér línuafslátt.

Reikningsafsl.upphæð

Þessi reitur sýnir reikningsafsláttarupphæð alls innkaupaskjalsins. Ef gátmerki er í reitnum Reikna reikn.afsl. í glugganum Innkaupagrunnur reiknast afslátturinn sjálfkrafa. Að öðrum kosti var hann reiknaður þegar smellt var á hnappinn Aðgerðir, bent á Aðgerðir og síðan á Reikna reikn.afsl.

Samtals

Þessi reitur sýnir heildarupphæð innkaupaskjals, að frátalinni afsláttarupphæð og án VSK.

VSK% eða VSK-upphæð

Þessi reitur sýnir heildar VSK upphæð sem hefur verið reiknuð með öllum línum í innkaupaskjali.

Brúttóupphæð

Þessi reitur sýnir þá upphæð, með VSK, sem er bókuð á reikning lánardrottins fyrir allar línur í innkaupaskjalinu ef innkaupaskjalið er bókað. Þetta er sú upphæð sem verður að borga lánadrottni og er byggð á þessu innkaupaskjali. (Ef fylgiskjalið er kreditreikningur er þetta upphæðin sem lánardrottininn skuldar.)

Upphæð (SGM)

Þessi reitur sýnir töluna í reitnum Samtals að ofan eins og hún er yfirfærð í SGM.

Magn

Þessi reitur sýnir heildarmagn vara í fjárhagsreikningsfærslum og/eða eigna í innkaupaskjalinu. Ef sléttuð upphæð stafar af því að gátmerki er í reitnum Sléttun reiknings í glugganum Innkaupagrunnur er magn varanna á innkaupaskjalinu plús einn í reitnum Magn.

Pakkningar

Þessi reitur sýnir heildarfjölda pakkninga á innkaupaskjali.

Nettóþyngd

Þessi reitur sýnir heildarnettóþyngd varanna á innkaupaskjalinu.

Brúttóþyngd

Þessi reitur sýnir heildarbrúttóþyngd varanna á innkaupaskjalinu.

Rúmmál

Þessi reitur sýnir heildarrúmmál varanna á innkaupaskjalinu.

Reiturinn á flýtiflipanum Lánardrottinn sýnir eftirfarandi upplýsingar:

Staða (SGM)

Þessi reitur sýnir stöðu (í SGM) vegna lánardrottins.

Ábending

Sjá einnig