Tilgreinir kóta sem auðkennir verðflokkinn.
Þegar verðflokkskóðinn er færður inn í þessa töflu er kóðinn afritaður úr töflunni Verðflokkur viðskiptamanna í samsvarandi reiti í töflunni Söluverð .
Þegar stofnaður hefur verið kóti fyrir verðflokka er hægt að tilgreina þá á viðskiptamannaspjöldum eða á söluskjölum, svo sem tilboðum og reikningum. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að færa inn Kóta fyrir verðflokka viðskiptamanna á viðskiptamannaspjöld.
Þegar vara er seld og verðflokkskóti er á söluskjalinu athugar kerfið hvort tilgreint hafi verið sérstakt verð eða skilyrði vegna viðkomandi vöru fyrir verðflokkinn.
Mest má rita 10 stafi, bæði tölustafi og bókstafi. Nota skal kóta sem auðvelt er að muna og lýsa því til hvaða viðskiptamanna kótinn vísar, svo sem fastir og nýir.
Kótinn verður að vera eingildur - ekki er hægt að nota sama kótann tvisvar í sömu töflunni. Setja má upp eins marga kóta og þörf krefur. Nokkrir viðskiptamenn geta verið í sama verðflokknum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |