Áður en verðflokkar viðskiptamanna eru settir upp þarf að ákveða hversu margir flokkarnir eiga að vera og hvaða viðskiptamenn eiga að vera í hvaða flokki.
Uppsetning kóta verðflokka viðskiptamanna
Í reitnum Leita skal færa inn Verðflokkar viðskm. og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt. Í glugganum Verðflokkar viðskiptamanna er sett upp lína fyrir hvern verðflokk viðskiptamanna og reitirnir fylltir út.
Til að tilgreina að VSK sé með í verðunum sem stofnuð eru fyrir viðskiptavini sem tilheyra verðhópnum skal velja reitinn VSK innifalinn og velja kóða í reitnum VSK viðskiptabókunarflokkur (Verð). Þessir reitir eru ekki með í staðalútlitinu en hægt er að skjóta þeim inn með aðgerðinni Sýna dálk .
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |