Tilgreinir söluverð hverrar einingar í Ein.verð á birgðaspjaldinu, en einnig getur þurft að setja upp annað söluverð fyrir vörur. Þetta er gert í glugganum Söluverð, sem er opnaður með því að smella á Tengdar upplýsingar, benda á Sala og smella síðan á Verð á birgðaspjaldinu.
Í glugganum Söluverð er hægt að tilgreina skilyrði sem viðskiptamaður þarf að uppfylla áður en honum býðst sértakt einingarverð á vöru þegar tilboð, pantanir, reikningar og kreditreikningar eru sett upp. Skilyrðin geta t.d. falið í sér að viðskiptamaður sé tengdur tilteknum verðflokki viðskiptamanna eða að reikningurinn sé í tilteknum gjaldmiðli. Einnig geta verið í þeim upphafsdagsetning og lokadagsetning, sem marka gildistíma söluverðsins, og sérstakur mælieiningarkóti. Einnig er hægt að tilgreina samsetningu þeirra skilyrða sem eiga við um söluverð. Hægt er að setja upp mismunandi söluverð fyrir hverja vöru, en háð mismunandi skilyrðum.
Þar sem söluverð er oft niðursett verð má tilgreina í glugganum Söluverð að kerfið skuli einnig nota línu- og reikningsafslátt þegar söluverð er boðið.
Þegar vara er t.d. færð á reikning flettir kerfið sjálfvirkt upp í söluverðstöflunni til að kanna hvort þar sé að finna söluverð á vörunni. Ef svo er kannar forritið hvort upphafsdagurinn er runninn upp en lokadagurinn ekki. Sé skilyrðunum fullnægt færir kerfið söluverðið í reitinn Ein.verð á reikningnum. Annars notar kerfið grunneiningarverðið á birgðaspjaldinu.
Upplýsingar um notkun keyrslu til að breyta söluverði og uppfæra það er að finna í töflunni Vinnublað söluverðs.