Tilgreinir upplýsingar um úthlutun forða eða forðaflokka til þjónustuverka í þjónustupöntunum. Þjónustupöntunarúthlutunarfærsla samanstendur af þjónustuvörulínu í þjónustupöntun (þjónustuverkhluta), forðanúmeri eða forðaflokksnúmeri, dags. úthlutunar, úthlutuðum stundum og upphafs- og lokatíma ef hann er tilgreindur. Í henni er einnig Staða sem hægt er að nota til að fylgjast með framvindu þjónustuverka fyrir úthlutaðan forða eða forðaflokk.

Ef fyrirtækið notar úthlutun þjónustupantana setur kerfið sjálfvirkt inn óvirka þjónustupöntunarúthlutunarfærslu í hvert sinn sem Þjónustuvörulína er sett inn í þjónustupöntun.

Til athugunar
Virkar þjónustupöntunarúthlutunarfærslur geta aðeins verið með einum forða eða forðaflokki í einu fyrir þjónustuvöru í þjónustupöntun.

Hægt er að úthluta þjónustuvörum þekkingarforða, forða sem er á svæði viðskiptamanns og forða sem viðskiptamaðurinn kýs. Hægt er að úthluta beint í glugganum Úthlutun forða eða með því að nota forða til ráðstöfunar í glugganum Forði til ráðst. (þjónusta).

Þegar forða eða forðaflokki hefur verið úthlutað til þjónustuverkhluta getur forðinn eða meðlimur forðaflokksins skoðað verkhlutana sem honum/henni hefur verið úthlutað í glugganum Þjónustuverkhlutar.

Sjá einnig