Opnið gluggann Forði til ráðst. (þjónusta).
Tilgreinir samantekt forðagetu.
Í þessum glugga er hægt að velja forða (til dæmis tæknimann) og úthluta forðanum til þjónustuvöru ákveðinn dag og í ákveðinn tíma.
Í reitnum Sérþekking forða er hægt að tilgreina hvort sýna skuli sérþekkinguna fyrir allar þjónustuvörur í pöntuninni eða aðeins þá sem er valin.
Í reitnum Magn til ráðstöfunar er færður inn stundafjöldinn sem á að úthluta á forðann sem er valinn.
Í dálkunum vinstra megin í fylkinu birtist eftirfarandi:
Reitur | Lýsing |
---|---|
Ákjósanlegur forði | Gátmerki í þessum reit sýnir að viðskiptamaður kýs helst viðeigandi forða. |
Með sérþekkingu | Háð vali í reitnum Sérþekking forða sýnir gátmerki í þessum reit að forðinn sé með næga sérþekkingu fyrir þjónustuna sem veita á vegna þjónustuvörunnar sem verið er að úthluta eða allra þjónustuvara í þjónustupöntuninni. |
Svæði viðskiptamanns | Gátmerki í reitnum sýnir að forðanum er úthlutað til þjónustusvæðisins þar sem viðkomandi viðskiptamaður er staðsettur. |
Númer og nafn | Númer og nafn forðans. |
Aðrir dálkar | Hver dálkur stendur fyrir tímabil sem skilgreint er af tímanum sem valinn er í reitnum Skoða eftir. Talan í dálkinum gefur til kynna hver heildarafkastageta forðans er á tilgreindu tímabili. |
Í reitunum Valinn forði og Valinn dagur er hægt að sjá hvaða forði hefur verið valinn og hvaða dagur.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um notkun notandaviðmótsins eru í Vinna með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |