Opnið gluggann Forði til ráðst. (þjónusta).

Tilgreinir samantekt forðagetu.

Í þessum glugga er hægt að velja forða (til dæmis tæknimann) og úthluta forðanum til þjónustuvöru ákveðinn dag og í ákveðinn tíma.

Í reitnum Sérþekking forða er hægt að tilgreina hvort sýna skuli sérþekkinguna fyrir allar þjónustuvörur í pöntuninni eða aðeins þá sem er valin.

Í reitnum Magn til ráðstöfunar er færður inn stundafjöldinn sem á að úthluta á forðann sem er valinn.

Í dálkunum vinstra megin í fylkinu birtist eftirfarandi:

Reitur Lýsing

Ákjósanlegur forði

Gátmerki í þessum reit sýnir að viðskiptamaður kýs helst viðeigandi forða.

Með sérþekkingu

Háð vali í reitnum Sérþekking forða sýnir gátmerki í þessum reit að forðinn sé með næga sérþekkingu fyrir þjónustuna sem veita á vegna þjónustuvörunnar sem verið er að úthluta eða allra þjónustuvara í þjónustupöntuninni.

Svæði viðskiptamanns

Gátmerki í reitnum sýnir að forðanum er úthlutað til þjónustusvæðisins þar sem viðkomandi viðskiptamaður er staðsettur.

Númer og nafn

Númer og nafn forðans.

Aðrir dálkar

Hver dálkur stendur fyrir tímabil sem skilgreint er af tímanum sem valinn er í reitnum Skoða eftir. Talan í dálkinum gefur til kynna hver heildarafkastageta forðans er á tilgreindu tímabili.

Í reitunum Valinn forði og Valinn dagur er hægt að sjá hvaða forði hefur verið valinn og hvaða dagur.

Ábending

Sjá einnig