Tilgreinir kóta sem bera kennsl á viðgerðar- og viðhaldsferli þjónustuvara. Kerfið notar níu mismunandi valkosti fyrir viðgerðarstöðu sem bera kennsl á aðstæður eða aðgerðir sem gripið er til þegar þjónustuvörur eru þjónustaðar. Þeir eru:
- Byrjun
- Í vinnslu
- Lokið
- Vísað annað
- Hluta þjónustu lokið
- Tilboði lokið
- Varahlutur pantaður
- Varahlutur móttekinn
- Beðið eftir viðskiptamanni
Viðgerðarstaða þjónustuvöru í þjónustupöntun hefur áhrif á bæði stöðu þjónustupöntunar og stöðu samsvarandi úthlutunarfærslu þjónustupöntunar.
Kerfið úthlutar þjónustuvörum sjálfvirkt viðgerðarstöðu í sumum tilvikum, til dæmis þegar þjónustuvörulína er stofnuð í þjónustupöntun (Upphafleg staða).
Þegar viðgerðarstaða hefur verið sett upp er hægt að úthluta henni til þjónustuvara í glugganum Þjónustupöntun og glugganum Þjónustuvörublað.