Tilgreinir tengla frá athugasemdum við þjónustuvörur, þjónustutilboð, þjónustuvörulínur, þjónustupantanir, samninga eða samningstilboð. Til dæmis getur þurft ábendingu um takmarkanir varðandi gæði viðhalds á þjónustuvöru.

Í töflunni Athugasemdalína þjónustu eru athugasemdir sem tengjast göllum og úrlausnum þjónustuvöru, beiðnir viðskiptamanna og svo framvegis. Hægt er að færa inn athugasemdir fyrir eftirfarandi:

Hægt er að skrifa athugasemdir fyrir tiltekna þjónustuvöru eða fylgiskjal þjónustu. Hægt er að gera þetta í glugganum Þjónustuathugasemdir. Til dæmis ef smellt er á Tengdar upplýsingar í sölutilboði, bent á Þjónustuvara og síðan smellt á Athugasemdir á Þjónustuvöruspjaldi, er hægt að setja upp athugasemdir (og skoða eldri athugasemdir) fyrir viðkomandi þjónustuvöru einvörðungu.

Í sumum gluggum, til dæmis glugganum Þjónustupöntun, birtist athugasemdahnappur við hliðina á reitnum Nr.

Þessar athugasemdir verða allar prentaðar á skýrslur. Athugasemdir aðeins til innri notkunar í fyrirtækinu verða ekki prentaðar.

Sjá einnig