Inniheldur upplýsingar um bókunaruppsetningu birgða í fjárhag.
Í þessari töflu er hægt að setja upp tengingar milli birgðabókunarflokka, birgðageymslna og fjárhagsreikninga: Þegar bókaðar eru færslur sem tengjast vöru bókar kerfið í fjárhagsreikninginn sem settur var upp fyrir þá samsetningu birgðabókunarflokks og birgðageymslu sem tengist vörunni.
Þegar ritaður er birgðabókunarflokkskóti í reitinn Birgðabókunarflokkur á birgðaspjaldi fylgja bókunarupplýsingar sjálfkrafa í kjölfarið, eftir því hvaða samsetningar eru settar upp í þessari töflu.
Hægt er að nota sömu fjárhagsreikningsnúmer eða mismunandi reikningsnúmer fyrir hverja samsetningu bókunarflokks og birgðageymslu.
Til athugunar |
---|
Áður en hægt er að setja upp birgðabókun verður fyrst að setja upp bókhaldslykil með birgðareikningum sem á að bóka á í töflunni Fjárhagsreikningur. |