Tilgreinir yfirlit yfir fjárhagsstöðu. Þar fást einnig upplýsingar um kostnað og tekjur sem bera má saman við fjárhagsáætlanir og tölur frá fyrri árum. Þetta gefur möguleika á að finna þau svið sem skila mestum tekjum, draga úr líkum á tapi, leiðrétta óraunhæfar fjárhagsáætlanir o.s.frv.
Fjárhagsreikningstaflan, sem inniheldur alla reikninga, er notuð til að halda utan um fjárhaginn. Þegar reikningur er stofnaður eru ýmsar grunnupplýsingar tilgreindar, svo sem heiti og tegund reikningsins. Einnig þarf að tengja kenninúmer við reikninginn. Þegar er fært í hina ýmsu reiti kerfisins - til dæmis í færslubók - notar kerfið sjálfkrafa grunnupplýsingarnar úr viðkomandi reikningi.
Kerfið getur birt fjárhagsreikninga í tveimur mismunandi gluggum:
-
Í glugganum Bókhaldslykill birtast allir reikningarnir, ein lína fyrir hvern reikning, svo að takmarkaður fjöldi reita fylgir hverjum reikningi. Hægt er að skipuleggja bókhaldslyklana þannig að nota megi þá til að skoða daglega stöðu á efnahagsreikningi, því að nokkrir upphæðareitir eru á hverjum reikningi: Staða, Staða til dags. og Hreyfing.
-
Glugginn Fjárhagsspjald er sérstakt spjald fyrir hverja línu í bókhaldslyklinum, svo að ekki er hægt að vinna við nema einn reikning í einu. Í glugganum sjást margir aðrir reitir viðkomandi reiknings.
Í báðum gluggum eru sömu reitir og sömu möguleikar á að breyta efni reitanna.
Stofna skal alla fjárhagsreikninga í töflu fjárhagsreikningsins.