Inniheldur upplýsingar um almenna birgðaflokka.

Í þessari töflu er hægt að flokka vöru í birgðaskrá til að þess að tengja fjárhagsreikninga við flokka frekar en tilteknar vörur. Þegar búið er að flokka birgðirnar er hægt að tengja kóta og upplýsingar um birgðareikninga við samsetningar af birgðabókunarflokkum og birgðageymslum og síðan við vörurnar.

Þetta þýðir að hægt er að færa inn birgðabókunarflokkskóta í reitinn Birgðabókunarflokkur á öllum birgðaspjöldum og þá fylgja bókunarupplýsingar sjálfkrafa með.

Birgðabókunarflokka er einnig hægt að nota til að flokka birgðir vegna tölfræðilegra athugana. Keyrslur eins og Bóka birgðabreytingar nota birgðabókunarflokka til að birta niðurstöðurnar í lista.

Sjá einnig