Sýnir afskrifanlega stofnupphæð eignar sem FlowField. Afskriftagrunnurinn er vanalega skilgreindur sem (Stofnkostnaður plús Uppfærsla) mínus (Niðurfærsla plús Hrakvirði). Í glugganum Eignabókunartegund, grunnur er hægt að skilgreina að afskriftagrunnurinn verður reiknaður öðruvísi.
Kerfið reiknar gildi innihald reitsins með því að nota færslurnar í glugganum Eignafærslur. Hægt er að sjá fjárhagsfærslurnar sem mynda upphæðina sem sýnd er, með því að velja reit.
Þegar viðbótarfærslur eru bókaðar í afskriftabókina getur gildið í reitnum breyst eftir því. Ekki er hægt að breyta eða eyða efni reitsins beint.
Afskriftagrunnur er notaður við útreikning afskrifta:
-
með keyrslunni Reikna afskriftir ef Afskriftaaðferð er Línuleg og reiturinn Línuleg % er fylltur út.
-
Með runuvinnslunni Reikna afskriftir ef Afskriftaaðferð er notandaskilgreint.
-
Þegar kerfið reiknar afskrift viðbótarstofnkostnaðar. (Lesa má um þetta í hjálpinni fyrir reitinn Afskr. stofnkostnaðar.)
-
Þegar kerfið reiknar afskriftir undir núlli (sjá Leyfa afskr. undir núll).
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |