Afritar birgðageymslunúmerið úr samsvarandi reit í framleiðslupöntunarlínu þegar framleiðslupöntun er reiknuð eða endurnýjuð til að reikna út íhlutaþörf framleiðslupöntunarinnar.

Hins vegar ef reiturinn Íhlutir á staðnum var fylltur út á birgðaeiningarspjaldinu eða almennt gildi í reitinn Íhlutir á staðnum í glugga framleiðsluuppsetningar notar kerfið þær upplýsingar í staðinn.

Ef ekki hefur verið fyllt út í neinn af reitunum Íhlutir á staðnum en vinnu- eða vélastöðin úr fyrstu leiðarlínunni hefur verið sett upp fyrir vöruhúsameðhöndlun íhluta (á flýtiflipanum Vöruhús vinnu-/vélastöðvarspjaldsins) verða birgðastöðvarkóðinn og tengdir hólfakótar notaðir í staðinn.

Til athugunar
Ef tínsla íhluta fer fram með því að nota hólfkóða í vöruhúsaaðgerðum gegnir þessi reitur hlutverki í uppsetningu Hólfkóði framleiðslu á innleið og Opna hólfkóða vinnslusalar , annaðhvort altækt á staðsetningarpjaldinu eða á vinnu- eða vélastöðvarspjaldi forðans þar sem íhluturinn er notaður.

Í reitinn má líka rita gildi. Allar hólfauppsetningar á viðkomandi birgðageymslu eiga þá við um íhlutalínuna. Reiturinn er hafður auður ef íhluturinn er ekki í tiltekinni birgðageymslu eða tengdum hólfum.

Ábending

Sjá einnig