Innheimtubréf er skjal sem notað er til að minna viðskiptamann á gjaldfallna upphæð.
Innheimtubréf er sett saman úr innheimtubréfshaus og mörgum innheimtubréfslínum. Í innheimtubréfshaus eru upplýsingar um viðskiptamann, svo sem nafn hans, aðsetur og skilmála innheimtubréfa. Þar eru jafnframt upplýsingar varðandi innheimtubréf, svo sem dagsetning, gjalddagi og stig innheimtubréfs. Megnið af þessum upplýsingum sækir kerfið í töflurnar Viðskiptamaður og Skilmálar innheimtubréfa.
Í innheimtubréfslínum eru upplýsingar (á borð við númer fylgiskjals, gjalddaga og eftirstöðvar) er varða þær gjaldföllnu upphæðir sem minna skal viðskiptamann á.
Innheimtuaðgerðir grundvallast á helstu upplýsingum um hvern viðskiptamann. Þær fela í sér margvíslega valkosti, svo sem notkun fjölda fyrirfram skilgreindra texta, sveigjanlegar vaxtaprósentur og önnur gjöld þegar innheimtubréf til viðskiptamanna eru stofnuð. Auk þess má ákveða hvort vexti og/eða gjöld skuli bóka á viðeigandi fjárhag sem við á og reikninga viðskiptamanna eða ekki.
Innheimtubréf má stofna með sjálfvirkum hætti með keyrslunni Stofna innheimtubréf. Þessi keyrsla stofnar eitt nýtt innheimtubréf fyrir hvern gjaldmiðil sem hefur gjaldfallnar færslur.
Nýtt innheimtubréf er stofnað með handvirkum hætti með því að stofna innheimtubréfshaus og nota síðan keyrsluna Leggja til innheimtubr.línur.
Eftir að gengið hefur verið frá innheimtubréfshaus og viðkomandi innheimtubréfslínum skal senda innheimtubréfið.