Tilgreinir hvaða tegund VSK-útreiknings er notuð þegar fyrirframgreiðslureikningur fyrir þessa innkaupalínu er bókaður.

Reiturinn er fylltur út sjálfkrafa með því að nota VSK viðsk.bókunarflokkur og VSK vörubókunarflokkur reitina á fyriframgreidda fjárhagsreikningnum sem tengist þessari innkaupalínu.

Til athugunar
Til að bera kennsl á fyrirframgreiddan fjárhagsreikning og staðfesta hvaða VSK-stillingar eru notaðar þarf að fara yfir samsetningu Alm. viðsk.bókunarflokkur reitinn og Alm. framl.bókunarflokkur reitinn í Alm. bókunargrunnur glugganum. Ganga skal úr skugga um að VSK-bókunarflokkur fjárhagsreiknings passi við VSK-bókunarflokka þessarar innkaupalínu.

Tegund VSK-útreiknings segir til um hvernig VSK verður reiknaður þegar fyrirframgreiðslureikningurinn er bókaður. Tegundir VSK eru þrjár, auk einnar tegundar til notkunar vegna söluskatts:

Venjul. VSK

Þessi kostur er notaður þegar reikna skal VSK á upphæð í þessari línu og þegar stofna skal VSK-færslu sem felur upphæðina í sér.

Bakfærður VSK

Þessi kostur er notaður þegar í línunni eru innkaup frá öðru ESB-landi/svæði þar sem seljandi innheimtir ekki VSK vegna þess að kaupandi á að reikna hann út og standa skattayfirvöldum skil á honum.

Eingöngu VSK

Þennan valkost er ekki hægt að nota fyrir fyrirframgreiðslu.

Söluskattur

Þessi kostur er því aðeins notaður að gert sé ráð fyrir bandarískum söluskatti í uppsetningu kerfisins. Þannig eru kerfinu gefin fyrirmæli um að sækja upplýsingar í tilteknar söluskattstöflur og reikna síðan út söluskatt í stað VSK.

Ábending

Sjá einnig