Tilgreinir kóta fyrir alm. viðsk.bókunarflokk lánardrottins.
Kerfið sækir kótann sjálfkrafa í töfluna Lánardrottinn þegar fyllt er í reitinn Númer afh.aðila.
Kótinn tilgreinir hvaða almenna viðskiptabókunarflokki tiltekinn lánardrottinn tilheyrir. Almennu viðskiptabókunarflokkana má setja upp til að flokka lánardrottna landfræðilega (innlendir, í ESB-löndum/svæðum, erlendir o.s.frv.), eftir tegund viðskipta eða til þess að greina á milli einkafyrirtækja og ríkisfyrirtækja.
Kerfið notar viðskiptakótann ásamt reitunum Alm. vörubókunarflokkur og Alm. bókunartegund til að ákvarða tiltekna viðskiptaskilmála. Þegar bókaðar eru færslur sem varða þennan lánardrottinn leitar kerfið uppi viðskiptakótann, í tengslum við almenna vörubókunarflokkskótann, í glugganum Alm. bókunargrunnur, þar sem tilgreindir eru fjárhagsreikningar til bókunar á innkaupum, afsláttarupphæðum, kostnaðarverðmæti sölu og leiðréttingu birgða.
Skoða má þá almennu vörubókunarflokka í töflunni Alm. viðskiptabókunarflokkur með því að smella á reitinn.
Yfirleitt ætti ekki að breyta efni reitsins en það kann að vera nauðsynlegt í einstökum tilvikum þegar sjálfgefni kótinn á ekki við.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |