Tilgreinir tilgang víddargildisins. Tegund víddargildis er byggð á sömu grunnreglum og Tegund reiknings í bókhaldslyklinum og er notuð til að búa til stigveldistengsl milli víddargilda. Þessa aðgerð er hægt að nýta til að greina viðskiptaaðgerðir í mismiklum smáatriðum. Víddargildum er sjálfkrafa úthlutað víddargildistegundinni Staðall í kerfinu en hægt er að breyta því. Veldu reitinn til að velja einn af eftirfarandi fimm valkostum:
Tegund víddargildis | Aðgerð |
---|---|
Staðall | Notuð við staðlaða bókun víddargilda. |
Yfirskrift | Yfirskrift flokks víddargilda. |
Samtals | Samtals er notað þegar kerfið á að leggja saman stöðu á mörgum víddagildum sem koma ekki næst á undan víddargildinu Samtals. Samtals er notað þegar leggja á saman víddargildi úr nokkrum víddargildisflokkum. Ef tegundin Samtals víddargildi er notuð verður að fylla út reitinn Samantekt. |
Frá-tala | Markar upphaf þess safns víddargilda sem reikna á samtölu af og lýkur með víddargildistegundinni Til-tala. Einnig má bóka víddargildistegundina Frá-tala á sama hátt og víddargildistegundina Staðall. |
Til-tala | Samtala þess safns víddargilda sem hefst á víddargildistegundinni Frátala. Samtalan er skilgreind í reitnum Samantekt. |
Frá-tölur og til-tölur eru notaðar saman til að flokka víddargildi ásamt því að búa til stigveldistengsl milli flokka og undirflokka. Í þessu dæmi hefur notandinn notað reitinn Tegund víddargildis til að stofna víddargildisflokkinn Norður-Evrópa innan víddargildisflokksins Evrópa.
Kóti | Heiti | Tegund víddargildis |
---|---|---|
10 | Evrópa | Frá-tala |
20 | Norður-Evrópa | Frá-tala |
30 | Norður-Evrópa (ES) | Staðall |
40 | Norður-Evrópa (Utan-ES) | Staðall |
50 | Norður-Evrópa, samtals | Til-tala |
60 | Suður-Evrópa | Staðall |
70 | Evrópa, samtals | Til-tala |
Þetta gerir það að verkum að bókun á víddargildinu Norður-Evrópa (ES) er sjálfstæð upphæð auk þessa að vera hluti af samtöluupphæðum Norður-Evrópu og Evrópu.
Þegar smellt er á Aðgerðir, bendillinn færður á Aðgerðir og smellt á Þrepa víddargildi dragast víddargildin milli Frátala og Tiltala sjálfkrafa inn um eitt stafabil. Samtímis birtist tala í reitnum Samantekt í víddargildinu sem er af tegundinni Tiltala, á grundvelli víddargildanna í flokknum. Í dæminu hér á undan er sala í löndum/svæðum innan og utan ES lögð saman og samtalan birt í reitnum Staða fyrir víddargildið Norður-Evrópa, Samtals.
Hægt er að því að láta aðgerðina Inndráttur fylla út reitinn Samantekt á víddargildum af gerðinni Til-tala í stað þess að fylla hann út handvirkt.
Smellt er hér til að fræðast um víddir.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |