Tilgreinir víddargildabil eða lista yfir víddargildi. Forritið tekur saman færslur þeirra víddargilda sem sýnd eru í reitnum til að sýna heildarstöðu. Það fer eftir því hvaða víddargildistegund er valin í reitnum Tegund víddargildis hvernig reiturinn er fylltur út:
-
Ef tegund víddargildis er Staðall, Frátala eða Yfirskrift verður reiturinn Samantekt að vera auður.
-
Ef tegund víddargildisins er Tiltala fyllir forritið sjálfkrafa út reitinn Samantekt þegar smellt á Aðgerðir, bendillinn færður á Aðgerðir og síðan smellt á Þrepa víddargildi. Víddargildin sem lögð eru saman eru á milli Frátölu- og Tiltölu-víddargilda.
-
Ef tegund víddargildis er Samtals verður notandinn sjálfur að fylla út í reitinn Samantekt til að ákveða hvaða víddargildi verði lögð saman.
Mikilvægt |
---|
Í víddargildum af gerðinni Tiltala er hægt að fylla út reitinn Samantekt handvirkt. Best er þó að láta aðgerðina Inndráttur fylla út reitinn. |
Mest má rita 80 stafi, bæði tölustafi og bókstafi. Reiturinn Samantekt er eins konar afmörkunarreitur því efni hans takmarkar þann fjölda víddargilda sem kerfið reiknar heildarstöðu fyrir. Um þetta eru sérstakar reglur þar sem færa má inn:
Merking | Dæmi | Meðtalin víddargildi |
---|---|---|
Jafnt og | STJD | Stjórnun |
Millibil | STJD .. FRAML ..FRAML | Frá víddargildinu Stjórnun að víddargildinu Framleiðsla á gildiskótalistanum. Til og með víddargildinu Framleiðsla á víddargildalistanum. |
Annaðhvort eða | STJD|SALA | Víddargildin Stjórnun og Sala |
Og | <STJD&>FRAML | Víddargildi sem eru á undan Stjórnun og á eftir Framleiðsla á gildiskótalistanum. |
Annað en | <>STJD | Öll víddargildi önnur en Stjórnun |
Ofar en | >STJD | Víddargildi sem eru á undan Stjórnun á gildiskótalistanum |
Hærra en eða jafnt og | >=1200 | Víddargildi með talnagildið 1200 eða hærra |
Lægra en | <1200 | Víddargildi með lægra talnagildi en 1200 |
Einnig má tengja grunnformin saman:
Dæmi | Meðtalin víddargildi |
---|---|
2999|2100..2490 | Víddargildiskótinn 2999 og víddargildiskótarnir 2100 til og með 2490 |
..1299|1400.. | Víddargildiskótar til og með 1299 og víddargildiskótar frá 1400 og upp úr, það er, allir víddargildiskótar nema 1300 til og með 1399 |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |