Tilgreinir hve mikið áætlaðar birgðir mega fara umfram endurpöntunarmark áður en kerfið stingur upp á að minnka fyrirliggjandi framboðspantanir.

Þessi reitur er gagnlegur ef birgðaáætlunin á að haldast óbreytt eftir minni háttar breytingar, til dæmis þegar hætt er við smávægilegt eftirspurnarmagn.

Viðbótarupplýsingar

Yfirflæðisstig er hunsað ef það er lægra en ráðlagt framboðsmagn.

Yfirflæðisstigið virkar aðeins fyrir vörur sem notast við endurpöntunarstefnurnar Hámarksmagn. eða Fast endurpöntunarmagn.

Ef reiturinn Yfirflæðisstig er auður fyrir allar vörur, til dæmis eftir uppfærslu úr útgáfu Microsoft Dynamics NAV eldri en 5.0 SP1 gildir eitt af eftirfarandi gildum í reitnum Autt yfirflæðisstig í glugganum Framleiðslugrunnur um vöruna.

Endurpöntunarstefna Lýsing

Hámarksmagn

Yfirflæðisstig = Hámarksbirgðir + (Lágmarkspöntunarmagn + sléttað upp í næsta pöntunarmargfeldi )

Fast endurpöntunarmagn

Yfirflæðisstig = Pöntunarmagn + Endurpöntunarmark + (Lágmarkspöntunarmagn + sléttað upp í næsta pöntunarmargfeldi)

Ábending

Sjá einnig