Tilgreinir upplýsingar um vörur í birgðunum.
Birgðunum er stjórnað í töflunni Birgðir. Spjald er fyrir hverja vöru þar sem hægt er að skrá grunnupplýsingar, svo sem heiti, mælieiningar, staðsetning birgða og einingarverð. Magnbreytingar í birgðum eru vistaðar í töflunni Birgðafærsla og breytingar á birgðavirði eru vistaðar í töflunni Virðisfærsla.
Hver vara skal hafa númer til auðkenningar. Þegar númerið er fært inn í Vörunr. reiti annars staðar í kerfinu (til dæmis á sölutilboð) notar kerfið sjálfkrafa þær upplýsingar sem tengdar eru númerinu.
Áður en hægt er að bóka leiðréttingar á innkaupum, sölu og birgðum verður að stofna tengingar af birgðaspjaldi á fjárhag. Þetta er gert með birgðabókunarflokkum, almennum vörubókunarflokkum og almennum bókunargrunni.
Kerfið getur sýnt birgðir í tveimur mismunandi gluggum:
Allar vörur skulu vera settar upp í þessari töflu.