Tilgreinir upplýsingar sem öll fyrirtæki í aðildarríkjum ESB ber skylda til að gefa skýrslu um varðandi viðskipti sín í öðrum ESB-löndum/svæðum í Intrasta-skýrslugerð.

Hægt er að nota gluggann Intrastatbókarlína við þessa skýrslugerð. Annaðhvort getur notandi sjálfur sett færslur í gluggann eða látið kerfið færa þær inn sjálfkrafa með því að keyra runuvinnsluna Sækja birgðafærslur í gluggum Intrastatbókarinnar. Þegar þetta er gert flytur kerfið aðeins inn færslur úr glugganum Birgðafærsla. Ef um er að ræða fjárhagsfærslur sem á að taka með í INTRASTAT-skýrslu (til dæmis ef skrifstofubúnaður til eigin nota er keyptur frá öðru ESB-landi/svæði) þarf notandi að færa þær inn sjálfur.

Frágengna intrastatbók má annaðhvort skrifa á diskling eða prenta sem skýrslu.

Til að nauðsynlegar upplýsingar komi fram í birgðafærslum þegar kerfið flytur þær inn í línu intrastatbókar verða upplýsingar um tegund viðskipta að hafa verið færðar inn í gluggann Tegundir viðskipta.

Hvert land/svæði er með kótasett fyrir viðskiptategundir sem skilgreindar eru í tengslum við Intrastat. Til dæmis gætu verið kótar fyrir:

Mælt er með því að setja alla kóðana sem eru notaðir í viðkomandi landi/svæði upp í glugganum Tegundir viðskipta. Þegar kóðar eru frágengnir skal færa þá inn í innkaupa- og söluhausa í reitnum Tegund viðskipta eða í einstakar innkaupa- og sölulínur í sama reit, um leið og reikningar eru útfylltir.

Ef nota á keyrsluna Sækja birgðafærslur, verður að fylla einnig út gluggana Lönd/svæði, Tollflokkar og Flutningsmátar.

Sjá einnig