Opnið gluggann Sækja birgðafærslur.
Finnur birgðafærslurnar milli Lokadagsetning reikningsárs og Sniðmát færslubókar, sem eru tilgreindar í flýtiflipanum Valkostir. Eina lína fyrir hverja færslu sem er stofnuð í töflunni Intrastatbókarlína. Aðeins ein lína er skráð ef viðskiptamaður eða lánardrottinn tilheyrir ESB-landi/svæði.
Þessi keyrsla er valin til þess að skila greinargerð til Intrastat. Öll fyrirtæki í löndum innan Evrópusambandsins þurfa að gefa öðrum löndum/svæðum innan sambandsins skýrslur um viðskipti sín. Einnig þarf að gefa hagstofu viðkomandi lands/svæðis mánaðarlega skýrslu um hreyfingu vöru og skýrsluna þarf að afhenda skattayfirvöldum.
Ef birgðafærslan er söluafhending sem ekki hefur verið reikningsfærð er upphæðin reiknuð sem magn margfaldað með einingarverði vöru. Ef valið hefur verið Já í reitnum Verðið er með VSK lækkar söluverð vörunnar um VSK-upphæðina.
Ef birgðafærslan er innkaupamóttaka sem ekki hefur verið reikningsfærð er upphæðin reiknuð sem magn margfaldað með kostnaðarverði vöru.
Keyrslan tekur til vörufærslna úr birgðakerfinu og verkkerfishlutanum.
Keyrslan hefur að geyma birgðafærslur en ekki fjárhagsfærslur. Ef um er að ræða þessa tegund færslna sem tengjast INTRASTAT þarf að handfæra færslurnar. Viðkomandi fyrirtæki (innan ESB) kaupir til dæmis tölvu til notkunar innan fyrirtækisins frá öðru ESB-landi/svæði. Tölvan er þá ekki skráð sem birgðir heldur bókuð beint á fjárhagsreikning. Þessa tegund færslu þarf að handfæra í Intrastatbókina.
Hægt er að skrifa þær færslur sem lokið er við á diskling sem síðan er sendur til INTRASTAT og skattyfirvalda með keyrslunni Intrastat - Útbúa diskling. Áður en runuvinnslan er hafin, er hægt að prenta gátlista með Intrastat - Gátlisti skýrslunni. Einnig má velja að prenta skýrslu með upplýsingum sem flytjast á prentað eyðublað frá hagstofu; skýrslan er kölluð Intrastat - Eyðublað. Hægt er að nálgast allar keyrslur og skýrslur frá glugganum Intrastatbók.
Valkostir
Reitur | Lýsing |
---|---|
Upphafsdagsetning | Færa skal inn upphafsdagsetningu þess tímabils þegar birgðafærslur eru sóttar. Allar færslur frá þessari dagsetningu til lokadagsetningar verða teknar með í keyrslunni. |
Lokadagsetning | Færa skal inn síðustu dagsetningu þess tímabils þegar birgðafærslur eru sóttar. Allar færslur frá upphafsdagsetningu til þessarar dagsetningar verða teknar með í keyrslunni. |
Kostnaðarregla % | Færið inn kostnaðarregluprósentu til þess að standa straum af flutningi og tryggingu. Upplýsingagildi hverrar línu í færslubókinni hækkar þá um þessa prósentu. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með keyrslur eru í Hvernig á að keyra runuvinnslur og Hvernig á að stilla afmarkanir. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |