Tilgreinir viðbótarupplýsingar sem þarf fyrir Intrastat-skýrslugerð. Öllum fyrirtækjum í aðildarríkjum ESB ber skylda til að gefa skýrslu um viðskipti sín í öðrum ESB-löndum/svæðum.

Við slíka skýrslugerð gefur kerfið kost á því að nota gluggann Intrastatbókarlína. Hægt er að færa færslur í gluggann handvirkt eða láta kerfið færa þær inn sjálfkrafa með því að smella á Aðgerðir, Sækja færslur í glugga Intrastatbókarinnar. Þegar þetta er gert flytur kerfið aðeins inn færslur úr töflunni Birgðafærsla. Ef um er að ræða fjárhagsfærslur sem á að taka með í INTRASTAT-skýrslu (til dæmis ef skrifstofubúnaður til eigin nota er keyptur frá öðru ESB-landi/svæði) þarf notandi að færa þær inn sjálfur.

Frágengna intrastatbók má annaðhvort skrifa á diskling eða prenta sem skýrslu.

Ef birgðafærslur eiga að fela í sér nauðsynlegar upplýsingar þegar kerfið flytur þær í intrastatbókarlínu verða upplýsingar um tollflokk að hafa verið færðar inn í gluggann Tollflokkar.

Tolla- og skattayfirvöld hafa komið á 8 stafa vörukóta vegna ýmiss konar varnings. Finna skal kóta þeirra vörutegunda sem fyrirtæki notanda verslar með og færa þá inn í gluggann Tollflokkar.

Alla kóta sem fyrirtækið notar skal setja upp í gluggann Tollflokkar. Þegar kótar hafa verið settir upp skulu þeir færðir inn í reitinn Kóti tollflokks á birgðaspjaldi. Einnig skal fylla út reitinn Nettóþyngd á birgðaspjaldi.

Áður en bókun hefst skal færa kóta inn á birgðaspjald.

Ef nota á keyrsluna Sækja birgðafærslur (með því að smella á Aðgerðir, Sækja færslur í glugga Intrastatbókar) skal jafnframt fylla út gluggana Lönd/svæði, Flutningsmátar og Tegund viðskipta.

Sjá einnig