Inniheldur ýmsar sértöflur fyrir verk sem vinna þarf vegna uppgjörs VSK og skýrslna til tolla- og skattayfirvalda. Töflurnar má nota til að:

Færsla er stofnuð í töflunni VSK-færsla vegna allra bókaðra viðskipta þar sem um VSK er að ræða. Þessar færslur eru notaðar til að reikna VSK sem á að gera upp fyrir tiltekið tímabil. Við útreikning er VSK-yfirlitið notað til að tilgreina hvernig reikna skuli VSK.

Stofna má mismunandi tegundir VSK-yfirlits í glugganum Sniðmát VSK-yfirlits ef þörf er á mismunandi sniðum. Ef þörf er á mismunandi VSK-yfirlitum sem grundvallast á sama sniðmáti eru mismunandi heiti sett í gluggann Heiti VSK-yfirlits. VSK-yfirlitið sjálft er fyllt út í glugganum VSK-yfirlitslína.

Þegar VSK-yfirlit hefur verið skilgreint er hægt að prenta það á gíróseðil með því að smella á Aðgerðir, færa bendilinn á Aðgerðir og síðan smella á Prenta. Eftir að VSK-yfirlitið hefur verið prentað og samþykkt er hægt að keyra keyrsluna Reikna og bóka VSK-uppgjör til að loka opnum VSK-færslum og flytja VSK-upphæðir innkaupa og sölu í VSK-uppgjörsreikning.

Sjá einnig